Föstudagur 14.03.2014 - 10:31 - Lokað fyrir ummæli

EES: Nýi gamli sáttmáli

Utanríkisstefna sem byggir á EES verður lítið annað en vosbúð í aftanívagni hjá Norðmönnum.  Það er alltaf að koma betur í ljós að ESB lítur á EES sem “norskan samning” þar sem tekið er tillit til norskra hagsmuna – svo fá Íslendingar að fljóta með.

Það er ansi lítið fullveldi í því að þurfa að innleiða lagasetningu frá Brussel ættaða frá Osló með tölvupósti.  Þetta er lítið annað en uppfærður gamli sáttmáli fyrir 21. öldina.

Valmöguleikar Íslands í utanríkismálum hafa skýrst mikið frá áramótum.

1.  Norðurslóðastefna forsetans með Rússa sem þungamiðju er í molum
2.  EES samningurinn færir okkur undir “verndarvæng” Norðmanna
3.  ESB vilja menn ekki sjá
4.  Og þá er bara að standa einir í lappirnar utan tengsla við umheiminn

Um þetta munu menn svo rífast næstu árin til mikilla þæginda fyrir Norðmenn sem geta alltaf treyst á að Ísland klúðri málum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur