Fimmtudagur 13.03.2014 - 07:51 - Lokað fyrir ummæli

„Iceland – who cares?“

Sú staðreynd að Ísland var skilið útundan í makrílsamningnum endurspeglar einangrun landsins og skort á tiltrú annarra landa, jafnvel Færeyja, á óskiljanlegri utanríkisstefun Íslands sem byggir á haltu mér slepptu mér ESB á meðan við döðrum við Pútin og Kína á norðurslóðum!

ESB sendir Íslandi skýr skilaboð með þessum makrílsamningi.  Héðan í frá verða það norskir hagsmunir sem munu ráða á Norður-Atlantshafi.  Ísland verður skilið eftir í fullkominni einangrun.

Ísland er að fá á sig stimpil að geta ekki klárað samninga við næstu nágranna.  Ísland vildi ekki semja í Icesave, gat ekki klárað ESB aðildarsamninginn og var skilið eftir í makríldeilunni.  Þetta veit ekki á gott um afnám hafta.  5 og hálfu ári eftir hrun eru engar samningaviðræður hafnar við kröfuhafa og flest bendir til að það mál endi ekki vel.

Lítið land sem byggir utanríkisstefnu sína á “við semjum ekki” verður hreinlega skilið eftir.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur