Sunnudagur 03.08.2014 - 09:37 - Lokað fyrir ummæli

Hagsmunir hverra?

Það eru gríðarlegir hagsmunir fólgnir í því að setja bú kröfuhafa í þrot. En hagsmunir hverra?

Mál kröfuhafa er ólíkt Icesave málinu að því leyti að Icesave var skuldamál en kröfuhafar eiga eignir. Með eignir er hægt að braska. Þetta verða menn að hafa í huga.

Ef bú kröfuhafa verða sett í þrot verður samtímis slegið upp stærstu brunaútsölu Íslandssögunnar. Þar mun gefast einstakt tækifæri til auðsöfnunar sem varla verður endurtekið á þessari öld. Þar mun öllu máli skipta að vera á réttum stað og hafa rétt sambönd.

En það er áhætta fólgin í gjaldþrotaleiðinni, eins og AGS bendir á, og sú áhætta mun að mestu leyti lenda á herðum almennings á meðan vildarvinir stjórnmálamannanna reyna að fleyta rjómann af eignum kröfuhafa.

Lexía Argentínu er að standa faglega að samningum við kröfuhafa og þar hefur fjármálaráðherra gert rétt í því að ráða Lee Buchheit til að leiða þá vinnu.

Samningaleiðin er leið fagmannsins, en gjaldþrotaleiðin er leið braskarans.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur