Miðvikudagur 27.08.2014 - 08:11 - Lokað fyrir ummæli

Hollendingar gefast upp

Þá hafa Hollendingar ákveðið að betra sé að treysta á hrægamma en íslensk stjórnvöld. Alvöru peningar á afslætti í dag frá hrægömmum eru betri en loforð íslenskra stjórnvalda um krónur, kannski á morgun.

Stöðumat Hollendinga er rétt. Eftir að Ísland ákvað að hætta við ESB umsókn hafa Íslendingar engin tól eða tæki til að leysa mál kröfuhafa á farsælan hátt. Til þess að það sé hægt þarf erlendan stuðning sem Ísland vill ekki sjá. Því er raunveruleg hætta á að það geti tekið áratugi að leysa að fullu úr kröfuhafamálum Íslendinga. Eitt feilskref og Ísland fer sömu leið og Argentína. Þetta telja Hollendingar of áhættusamt og selja því kröfur sínar á afslætti til hrægamma.

Þessi sala styrkir stöðu hrægamma og sendir skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins að Ísland er í klóm hrægamma. Íslensk stjórnvöld geta ekki hreyft sig nema að hugsa fyrst um þau áhrif sem það gæti haft á stöðu hrægamma. Ef bresk stjórnvöld fara sömu leið og Hollendingar munu hrægammar halda á öllum trompunum.

Þessi ákvörðun Hollendinga er ekki trausyfirlýsing fyrir Ísland.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur