Mánudagur 12.01.2015 - 09:07 - Lokað fyrir ummæli

Munurinn á Íslandi og USA

Bæði Ísland og Bandaríkin hafa verið gagnrýnd harðlega fyrir að senda ekki háttsetta fulltrúa í samstöðugönguna í París í gær.

Bandaríkin sendu sendiherra sinn í París en stórveldið Ísland gat ekki einu sinni sent sendiherra hvað þá ráðherra.  Og hvar var Forsetinn, hann hefur nú farið til útlanda af minna tilefni?

Bandaríkin hafa svarað þessari gagnrýni strax og utanríkisráðherra þeirra, Kerry, útskýrði að um leið og hann frétti af göngunni hafi hann byrjað að skipuleggja ferð til Parísar til að sýna samstöðu, en því miður hefði hann ekki getað tekið þátt í göngunni með svo stuttum fyrirvara, en að hann verði í París á föstudaginn í þessari viku til að sýna samstöðu með Frökkum.

Það er athyglisvert að bera saman útskýringar bandaríska utanríkisráðherrans og svo þögn eða útúrsnúninga íslenskra ráðamanna.  Geta menn í alvörunni ekki gert hlutina semi-faglega á Íslandi og verðið sér ekki algjörlega til skammar á alþjóðlegum vettfangi.

Eitt er víst að með þessari sorglegu hegðun hefur ríkisstjórninni tekist að senda þau skýru skilaboð til alþjóðasamfélagsins að Ísland er ekki eins og hin Norðurlöndin.  Og þá eru samnefnararnir á milli Íslands og Norðurlandanna orðnir ansi fáir.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur