Það eru til nógir peningar hjá ríkinu til að hækka laun um 30% án þess að setja ríkisreikninginn í uppnám. Vandamálið er að þessir peningar renna nú til fjármagnseigenda.
Fjármagnskostnaður ríkisins eru um 22% af rekstri ríkisins en launakostnaður 38%. Eins og bent hefur verið á í þessum skrifum er fjármagnskostnaður per skuldaða einingu meir en helmingi hærri á Íslandi en í Grikklandi. Þar sem allar líkur eru á að Ísland innan ESB verði betur rekið en Grikkland er ljóst að fjármagnskostnaður íslenska ríkisins mun lækka umtalsvert við inngöngu í ESB.
Það er margt hægt að gera við þá peninga, t.d. hækka laun, bæta heilbrigðiskerfið eða borga niður skuldir.
Ísland verður að velja hvort það vill borga hæstu fjármangsgjöld í Evrópu eða hæstu laun. Það er ekki hægt að gera hvoru tveggja, ekkert land getur það og engin dæmi eru um slíkt. Hins vegar er sterk neikvæð fylgni á milli launakostnaðar og fjármagnskostnaðar.
Verkföll geta aldrei komið í staðinn fyrir heilstæða framtíðarstefnu sem byggir á ESB aðild og evru. Er ekki kominn tími til að frelsa það fjármagn sem núverandi krónustefna heldur í gíslingu til að hækka lægstu launin varanlega? Ísland hefur val.