Föstudagur 10.04.2015 - 06:07 - Lokað fyrir ummæli

Bara fugl í skógi?

Nú þegar flokksþing Framsóknar er að byrja er rétt að rifja upp hverju formaðurinn lofaði fyrir síðustu alþingiskosningar.  Hér er færsla frá 2013 sem ekki þarfnast frekari skýringa:

———

Fyrir kosningar boðaði Sigmundur Davíð eftirfarandi á vefsíðu sinni:

Lofað var stóru svigrúmi:

…eðlilegt svigrúm nemi þegar allt er talið um 800 milljörðum. Það er miklu meira en þarf til að leiðrétta stöðu heimilanna. Samhliða því er hægt að bæta stöðu ríkissjóðs og endurreisa velferðarkerfið.

sem átti að vera einfalt í framkvæmd:

Þetta er einfalt: Það þarf að skipta eignum þrotabúanna. Það þjónar hagsmunum allra. Samhliða þeim uppskiptum verður hægt að aflétta gjaldeyrishöftum og koma til móts við skuldsett heimili og bæta ríkinu og velferðarkerfinu það tjón sem leiddi af hruninu sem nú er verið að gera upp. Við höfum einstakt tækifæri til að bæta tjón undanfarinna ára. Það tækifæri má ekki glatast!

með Sjálfstæðismenn í aftursætinu :

Formaður Sjálfstæðisflokksins er hins vegar orðinn harður á því að ná þurfi fjármagni með góðu eða illu. Það er þá væntanlega ekki „bara fugl í skógi“.

Er furða að einhver spyrji: hvað klikkaði hjá Framsókn?

 

Heimild:  sigmundurdavid.is, “Þetta tækifæri kemur ekki aftur”

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur