Mánudagur 13.04.2015 - 08:52 - Lokað fyrir ummæli

Bónusar ekki vandamálið

Bónusar í sjálfu sér er ekki vandamálið á íslenskum fjármálamarkaði.  Sparisjóður Vestmannaeyja borgaði ekki bónusa og þar var engin fjárfestingabankastarfsemi, samt féll hann.  Það er nokkuð sem stjórnmálastéttin mætti íhuga.

Þegar menn banna bónusa í einni atvinnugrein en ekki öðrum er samkeppnisstaða um starfsfólk skekkt.  Allar atvinnugreinar keppa um besta starfsfólkið og þar er samkeppnin um bestu og hæfustu stjórnendurnar og fjámálasérfræðinga sérstaklega hörð, enda sýndi hrunið að þessir hópar eru miklu fámennari en menn gerður sér grein fyrir og hafa lítið stækkað á síðustu árum.

Ef bankar geta ekki borgað bónusa og vilja keppa um besta fólkið þurfa þeir að bjóða hærri föst laun.  Þetta eykur fastan kostnað bankanna, gerir rekstur þeirra ósveigjanlegri og eykur áhættu og kostnað.  Þessu verður öllu velt yfir á viðskiptavini.

Þannig mun bann við bankabónusum hafa þveröfug áhrif en ætlunin var.  Svona mega menn passa sig að fikta ekki um of í eðlilegri markaðsstarfsemi.  En því miður halda margir íslenskir stjórnmálamenn að þeir viti manna best í Evrópu.

Það sem menn eiga hins vegar að ræða er þau markmið sem sett eru innan bankanna sem ná þarf til að bónusar séu borgaðir og þá hvernig og yfir hvaða tíma sú greiðsla er innt af hendi. Þetta er sú umræða sem fer fram í nágrannalöndunum.  Lausin er sjaldnast að banna hlutina.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur