Laugardagur 18.04.2015 - 12:45 - Lokað fyrir ummæli

Sparisjóðskerfið hrynur

Sparisjóðskerfið er í dauðateygjunum.  Fall Sparisjóðs Vestmannaeyja hefur vakið FME og stjórnir hinna sjóðanna upp af þyrnirósasvefni og nú þeysast menn um landið til að kíkja í lánasöfnin og ekki er allt sem sýnist í þeim málum.  Reynt er að redda, hlutafélagavæða og selja áður en allt fellur.  Allt eru þetta týpísk íslensk vinnubrögð og sorgleg.

Veik staða sparisjóðskerfisins var þekkt þegar 2010 og þá var líklega síðasta tækifærið til að bjarga kerfinu með skýrri stefnu.  Sameina hefði þurft alla sparisjóði landsins undir eina stjórn og áhættustýringu.  Það lág alltaf fyrir að sundraðir og litlir sjóðir gætu aldrei keppt við endurreista banka sem fengu risa afsláttasjóði sem leyfði þeim að dæla hagnaði inn á rekstrarreikninga hjá sér og þar með skekkja samkeppnisstöðuna á fjármálamarkaði.  Þetta átti FME, Seðlabankinn, Bankasýslan, stjórnmálastéttin og stjórnarmenn sjóðanna að vita.  Allt þetta fólk hefur brugðist stofnfjárfestum og þeim viðskiptavinum sem sjóðirnir þjóna.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur