Miðvikudagur 03.06.2015 - 09:36 - Lokað fyrir ummæli

Sprek á verðbólgubálið

Nýtt fasteignamat er eldiviður á verðbólgubálið. Matið á verslunar- og skrifstofuhúsnæði í miðbænum hækkar í sumum tilfellum um 25% annað árið í röð.  Hvernig eiga fyrirtækin að mæta svona tveggja stafa hækkunum ofan á nýja kjarasamninga?  Einhvers staðar verða peningarnir að koma. Það er alveg ljóst að verðbólgan á eftir að taka snöggan kipp og ekki er ólíklegt að stýrivextir Seðlabankans eigi eftir að fara upp í tveggja stafa tölu áður en yfir líkur.  Þar með hækka öll lán og þannig er fólk á landsbyggðinni látið borga hækkanir í miðbæ Reykjavíkur – tær snilld hefði einhver sagt!

Þeir sem græða mest á verðbólgunni og hækkandi fasteignamati eru bankarnir. Þetta mun rétta rekstur þeirra við, sérstaklega reglulegan rekstur sem hefur verið ansi slakur undanfarið.  Það er því ekki undarlegt að bankamenn vilji fá hækkaðar bónusheimildir, verðbólgan fyllir jú allar bónuskistur þeirra sama hvort þeir eru vakandi eða sofandi, og því er mikilvægt að fá heimildir til að tæma þær.

Íslenska vitleysan heldur áfram.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur