Miðvikudagur 06.04.2016 - 08:03 - Lokað fyrir ummæli

Hver stjórnar Íslandi?

Varnarlaus eyja í Norður-Atlantshafi sem ekki getur stjórnað sér sjálf hlýtur að vera áhyggjuefni nágrannalandanna. Hver er forsætisráðherra Íslands, spyrja menn?

Eitt aðalsmerki þróaðs lýðræðis er að ef skipta þarf um forsætisráðherra er það gert fumlaust og faglega. Sú staða sem nú er komin upp á Íslandi sýnir að Lýðveldið Ísland er ekki eins sterkt og rótgróði og margir vilja halda. Leita þarf suður fyrir Miðjarðarhaf til að finna lönd sem geta telft fram fleiri óvissuþáttum þegar kemur að stjórnskipulagi.

Augu alheimsins eru á Íslandi og menn fylgjast glöggt með hvernig Íslendingar ætla að endurheimta glatað traust og trúverðugleika.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur