Þriðjudagur 05.04.2016 - 15:41 - Lokað fyrir ummæli

„The Fat Controller“

Aldrei hefur forsætisráðherra rústað orðspori Íslands erlendis eins og Sigmundur Davíð. Ísland er orðið að aðhlátursefni og því lengur sem þessi „sápuópera“ heldur áfram því meiri verður skaðinn.

Afnám hafta er í uppnámi og mun tefjast. Erlendir aðilar munu hika við að koma með fjármagn til Íslands, ekki vitandi hvort þeir munu verða fyrir smitáhrifum. Sama má segja um sölu ríkisins á bönkunum, það ferli verður allt erfiðara og flóknara. Ávöxtunarkrafa fjárfesta fer hækkandi, sem ekki styður við þá vaxtalækkun sem almenningur þarf á að halda.

Því miður er fátt sem bendir til að pólitísk óvissa minnki í náinni framtíð. Fjórflokkurinn er allur í rúst og fáir vita hvað Píratar bjóða upp á. Það má halda vel á spilum nú, ef ekki á að koma bakslag í efnahagsbatann.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur