Fimmtudagur 31.03.2016 - 14:29 - Lokað fyrir ummæli

Landsbankinn rassskelltur

Framtíðarsýn Landsbankans hefur síðustu árin byggst á frösunum “að vera til fyrirmyndar” og “svona á banki að vera”.

Nýjasta athugun FME varðandi viðskiptahætti Landsbankans, sýnir að himinn og haf er á milli frasastefnu ríkisbankans og raunveruleikans. En í áliti FME segir orðrétt:

“…að verklagi Landsbankans við sölu á 31,2% eignarhlut hans í Borgun á árinu 2014 hafi verið áfátt og það heilt á litið ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. Með vísan til þess er það mat Fjármálaeftirlitsins að verklag bankans við sölu á eignarhlut hans í Borgun hafi ekki að öllu leyti samræmst eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum á fjármálamarkaði, sbr. 19. gr. laga nr. 161/2002”

Það er ljóst að mikil verkefni bíða nýs stjórnarformanns, sem verður sá fjórði frá 2008. Eitt það fyrsta er að marka bankanum raunverulega stefnu og stoppa klaufalegar frasaauglýsingar. Þá er ljóst að nýr stjórnarformaður verður að hafa augu og eyru opin, en umfram allt að hafa bein í nefinu og passa upp á að halda sér í ákveðinni fjarlægð frá framkvæmdastjórninni.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur