Ögmundur er hættur og fari hann vel – sumum finnst þetta aðdáunarverð prinsippmennska, þá má spyrja afhverju prinsippin þrýtur þegar kemur að stuðningi við þessa vondu Icesave-stjórn? Það er heldur ekki erfitt að kinka kolli í áttina að Ömma og taka eftir að þar fer maður sem lætur ekki hégóma ráðherradómsins villa fyrir sér, en þá má líka spyrja hvort velferðarmálefni og afdrif heilbrigðisþjónustunnar séu honum svo lítils virði að hann stekkur frá öllu saman daginn áður en kynntur er – með ráðum og fullu samþykki Ögmundar Jónassonar – mesti niðurskurður í heilbrigðismálum nokkru sinni.
En auðvitað býður sannfæringin honum þetta. Icesave-féð er að sönnu líklega ekki „nema“ um fimmtungur af skuldum ríkisins, og afborganir hefjast fyrst eftir sjö ár – en samt er þetta langstærsta málið núna í vitund ráðherrans fyrrverandi, miklu meira mál en varðstaðan um velferðarkerfið, staða heimilanna, dýrtíð og atvinnuleysi, viðreisn bankakerfisins fyrir íslenska vinnustaði og venjulegt fólk:
Í mínum huga er þetta (þ.e. vinnubrögðin í Icesave) ekkert smámál; þetta er grundvallaratriði í þessu stóra máli, sem er miklu stærra en ríkisstjórnin og nokkur stjórnmálaflokkur innan veggja þingsins,
segir Ögmundur í Fréttablaðinu í dag.
Mér hefur alltaf verið hlýtt til Ögmundar og oft fundist hjörtun slá í takt. Fari hann vel. En kannski hefur hann – og fleiri innan VG? – einfaldlega verið ósáttur við þann grundvöll sem stjórnarsamstarfið byggist á: Að við vinnum okkur eins fljótt og vel út úr skuldunum og hægt er, með verulegu átaki og niðurskurði næstu ár, að við endurreisnina sé þegin hjálp frá öðrum þjóðum og alþjóðlegum stofnunum, – og að Íslendingum gefist kostur á að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu sem einni leið fram á við í efnahagsmálum meðal annars.
Manni sýnist á viðtalinu við Ögmund í Fréttablaðinu að sýn hans á viðburði hér að undanförnu sé sú að Ísland hafi lent í einhverskonar Tyrkjaráni þar sem Hollendingar, Bretar og Alþjóða-gjaldeyrissjóðurinn séu að koma þrælsfjötrum á landsmenn. Auðvitað með hjálp Evrópusambandsins. Plan B núna, það er nefnilega
að rísa á fætur gagnvart þessum grimma, ágjarna og ofbeldisfulla umheimi sem hefur stöðugt í hótunum við okkur. … Þá horfi ég til dæmis til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem er hér kominn inn á gafl. Við þurfum að losna við hann sem allra fyrst. Sumir standa í þeirri trú að hann hafi gefið okkur einhver hagfræðiráð. Svo er ekki. Þetta er pólitísk stofnun sem gengur erinda lánardrottna og sér til þess að allir skuldunautar greiði þeim í topp, hvort sem þeir eru borgunarmenn fyrir því eða ekki. Þetta hefur ekkert með efnahagsráðgjöf að gera.
Nei, þetta er aksjón sem er búið að skipuleggja vel og vandlega:
Sjóðurinn reynir að samræma aðförina að Íslandi með því að loka á alla lánaliði og hafa í hótunum við þá sem ætla að veita Íslendingum fyrirgreiðslu.
Aðför. En hefur ekki ríkisstjórn Vinstri-grænna tekið þátt í öllu saman? Jú, kannski, en nú er nóg komið, segir félagi Ögmundur:
Ég held að við þurfum að segja við AGS: takk fyrir komuna, nú skuluð þið hafa ykkur á braut og við gerum þetta á eigin forsendum. Það verður hins vegar ekki gert nema við sannfærum aðrar þjóðir sem taka þátt í þessu spili, eins og Norðurlandaþjóðirnar og aðra sem raunverulega vilja rétta okkur hjálparhönd, að þær eigi ekki að fara að skipunum AGS eða Evrópusambandsins. Ekki gleyma hlut þess í málinu.
AGS hefur ekki beinlínis aukið vinsældir sínar hér undanfarið með því að tengja lánafyrirgreiðslu sína lyktum Icesave-málsins, og sú skoðun er sennilega nokkuð útbreidd að sjóðurinn sé frekar óþokkaleg stofnun. Þar skiptir kannski máli að það er þægilegt fyrir stjórnmálamenn, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, að vísa á sjóðinn þegar kemur að óvinsælum þáttum í efnahagsstefnunni. Einhverjum kann að finnast það frekar billegt, en formaður Framsóknarflokksins er á svipaðri línu og Ögmundur, og við hana gæla líka formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins í viðtölum að undanförnu.
Alveg örugglega sammála Ögmundi er bandaríski spekingurinn Webster Tarpley sem þessa dagana heldur fyrirlestra um heimsmálin í Reykjavík. Hann telur einmitt að Íslendingar eigi að rífa sig undan AGS sem fyrst, taka forystu fyrir skuldugum ríkjum í heiminum og hefja alþjóðlegt afborganaverkfall.
Webster Tarpley telur líka að forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, sé leiguþý auðmanna á Wall Street.
Og Webster Tarpley er líka einn þeirra sem hafa séð gegnum 11. september 2001. Árásirnar á tvíburaturnana eru víst bara lygi úr CIA.
Var ekki bara niðurskurðarkutinn of þungur í hendi fyrir Ögmund karlinn? Þetta er auðvitað hroðaleg kamarfata að halda á, að þurfa að skera svona gríðarlega í heilbrigðisútgjöldin og þægilegt að geta rétt öðrum þann ódám. Og verið frjáls. Og verið óháður.
Ég get ómögulega neitað því að mér þykir Ögmundur hafa heykst all illilega á því hlutverki sem hann tók að sér þegar hann gerðist heilbrigðisráðherra. Er hann þá virkilega sú gerð stjórnmálamanns sem aðeins getur tekið að sér hlutverk gagnrýnanda en ekki hlutverk geranda?
Ertu kannski að ýja að því að Barack Obama sé hugsjónamaður? AGS góðgerðarsamtök? Evrópusambandið friðarhreyfing?
Hve langt getur spilling og vanhæfi stjórnmálamanna gengið áður en upp úr sýður?
Ögmundur hélt kannski að hann myndi vinna með vinstrimönnum í ríkisstjórn Samfylkingar og VG. Verst að það skyldi ekki reynast rétt hjá honum.
En Héðinn: Hvað gera vinstrimenn þegar ekki eru til peningar fyrir útgjöldunum? Gefast þeir upp og rétta Sjálfstæðismönnum hinn beiska bikar niðurskurðarins? Eða reyna þeir að vinna að því að þau lán fáist greidd sem okkur hafi verið lofuð þannig að hægt sé að byrja uppbygginguna og reyna að sjá til þess að niðurskurðurinn og skattahækkanirnar bitni sem allra minnst á þeim sem lakast standa? Nú eða fara bara og segjast standa með ríkisstjórninni í blíðu – en bara stundum í stríðu? Hvað gera vinstrimenn?
Eru einhverjar lausnir í þessum pistli? Neibb, örlar ekki á þeim … frekar en fyrri daginn úr þessu horni.
Mikið svakalega er maður orðinn leiður á að lesa greinar þar sem höfundurinn er ekki með neitt annað í huga en að upphefja sjálfan sig.
Það er virkilega hægt að bera virðingu fyrir Ögmundi fyrir þetta. Það er bara svo.
Á sama tíma og verulegur niðurskurður er í heillbrigðiskerfinu er bara ekkert mál að borga milljónir á mann vegna skulda einkabanka! Ekkert mál. Ef fella á mjög sanngjarna fyrirvara á samningi sem reyndar þurfti alls ekki að gera, er það bara okei…
Hann þessi Webster er kanski kjáni. En kjánar hafa einstaka sinnum rétt fyrir sér.
Hann Mörður Árnason er eflaust klár. Kanski snillingur. En snillingar hafa líka stundum rangt fyrir sér. Jafnvel bara ansi oft!
Mörður, ég geri ráð fyrir að þú mætir í Friðarhúsið í kvöld kl. 20:00 til þess að hlýða á Webster Tarpley og þá sjáum við hvort að fordómar þínir standi undir sér. Þú hefðir mikið gagn af hans sjónarmiðum.
Ég treysti því að þú takir þessari áskorun. Sjáumst í kvöld.
Mörður. Vissir þú að þegar þingmenn hefja þingstörf í fyrsta skipti gefa þeir þann eið að þeir munu aðeins starfa út frá sinni eigin sannfæringu?
Getur verið að Ögmundur er einfaldlega heiðarlegur þingmaður sem er annt um æru sína og að halda eið sem hann hefur gefið?
Mörður, þú ert farinn að hlóma eins og Hannes Hólmsteinn.
Öllum staðreyndum fleygt út í hafsauga, og allt talið leyfilegt í ofsatrúarsöfnuðinum í samfó.
Ögmundur yfirgaf áhöfnina undir hótunum Jóhönnu.
Jóhanna ofamat sig (ekki í fyrsta sinn)
Það er ekkert athugavert við það þó Ögmundur styðji áfram stjórnina, þótt hann styðji ekki ríkisvæðingu skulda Björgólfs.
Þú segir að Icesafe skuldin sé aðeins 20-25% skulda þjóðarinnar.
En málið er bara það að þjóðin skuldar ekkert Icesafe, þannig að það er 0% skulda þjóarinnar.
Ef flokksfélagar þínir væru ekki svona uppteknir af að vinna fyrir „styrkjunum“ sínum, gæti alþingi kannski farið að vinna fyrir umbjóðendur sína, sem eru ÍSLENSKIR RÍKISBORGARAR, EN EKKI BRESKIR ÁHÆTTURJÁRFESTAR!!!!!!!!!!!
Ég spáði því eftir kosningarnar, að þessi stjórn myndi falla í síðasta lagi í september, það kann að tefjast aðeins, en hún er engu að síður dauðadæmd, enda engin önnur markmið en umsókn um ESB, og ríkisvæðing Björgólfsskulda.
Þjóðin vill hvorugt.
Málið er bara að sumt fólk, þ.m.t. háttvirtur þingmaður ÖJ, virðist alveg fyrirmunað að skilja eðli máls. Bara geta það ekki.
Auðvitað er niðurskurður framundan á ríkissviðinu. Það verður sársaukafullt. Og auðvitað er byrgði að taka á skuldbindingum landsins varðandi innstæðutryggingar. Auðvitað. Það eru erfiðir tímar. Það ætti nú ekki að vera frétt. N´frjálshyggjutilraun sjalla lagði eitt styki land í rúst.
En icesaver er ekki, endurtek: Ekki, eina vandamál íslands. Það er misskilningur. Icesaveskuldindingarnar eru hluti af vandamálum íslands. Og ef td Ísland segði við ætlum ekki að standa við skulbindingar okar – þá verður alveg örugglega miklu erfiðara að eiga við aðra þætti vandamála íslands (sem eru margir)
Nú, þetta sagt, þá furðulegt að sjá ráðamenn og háttsetta aðila þjóðar halda því fram beint eða óbeint eða svona undirliggjandi í framsetningunni, að ísland geti einhvernveginn komið sér undan alþjóðlegum skuldbingingum varðandi innstæðutryggingarnar. Það séu fyrst og fremst vondir útlendingar sem séu að böggast eitthvað í frábæru íslendingunum og ein helst að skilja að ef útlendingar yru bara reknir burt – bönnuð veturseta seða eitthvað – þá bara gufi icesave málið upp ! Hverfi og verði til ei meir.
Þetta er alveg furðulegur málflutningur og eigi við hæfi að háttsettir aðilar séu að hræra svona í þjóðinni – því þeir hljóta að vita betur.
En með þessa fyrirvara, þá er það nú svo að sumir voru afar sérkennilegir en reyndar erfitt að átta sig á hvað nákvæmlega þeir þýddu. Td. með fyrirvarann um að ábyrgðin rynni út 2024 – eg verð að viðurkenna að ég áttaði mig aldrei nákvæmlega á hvað hann þýddi eða hvernig ætti að túlka hann. En augljóslega eins og það virðist eiga að túlka hann þá gefur hann möguleika á að hægt sé að skilja þannig að ísland sé í rauninni að hafna því að standa við umræddar skuldbindingar – allavega að einhverju leiti. Það auðvitað gengur ekki.
Annars líst mér ekki alveg á sumar yfirlýsingar annara VG þingmanna. Voðalega hræddur um að þeim sé ómögulegt að átta sig á icesavemálinu. Skilji það bara ekki. Annaðhvort vegna viljaleysis eða hreinlega getuleysis til skilnings.
Ögmundur var í smá vandræðum, líkt og falleraða stelpan sem var pínulítið ólétt og svo má ekki gleyma því að niðurskurðarhnífurinn reyndist vera bæði boginn og brostinn. Þegar svo er komið er best að leggjast undir sæng, breiða upp fyrir haus og vona að allir séu búnir að gleyma að maður hafi verið til, vakna síðan upp af góðum draumi og vera þá: Ögmundur einn í heiminum!!
Alveg ástæðulaust að flækja umræðuna.
Fyrir mér er þetta spurning um markmið. En ekki „prinsípp“
Stjórnmál snúast einfaldlega um að hafa áhrif.
Og takast á við þau verkefni, sem þarf að leysa.
Þeir sem ákveða að taka þátt í stjórnmálum hafa val.
Það val að taka skynsamlegar ákvarðanir og fylgja þeim eftir.
Eftir fjárfestingarfyllerí, skattalækkanir og daður við þá sem voru tekjuháir, þá er einfaldlega komið að þvi að horfast í augu við þá staðreynd, að við sem þjóð höfum verið bullandi meðvirk gagnvart þessari alkóhólisku hugsun þeirra ,sem stjórnuðu og mótuðu okkar samfélag í alltof langan tíma.
Með þeim skelfilegu afleiðingum, sem við nú þurfum að horfast í augu við.
Þú mættir ekki á Tarpley, Mörður!
Eftir stendur þú fáfróður og fordómafullur með þína flötu heimsmynd, fastur í sama farinu, trúandi enn á það sem fjölmiðlar og forritaðir fræðimenn hafa ætíð matað þig á.
Aumingja þú.
Hversu mikils virði eru skoðanir þínar á Icesave með svona þrönga heimsmynd?
Þetta er merkilegur pistil sem Mörður birtir hér. Ekki merkilegur fyrir hvað hann segir og ekki heldur fyrir hvað hann lætur ósagt, heldur er hann merkilegur fyrir atlögu Marðar að mannorði Ögmundar. Þó eru þeir báðir stuðningsmenn Icesave-stjórnarinnar og segjast báðir vera vinstra-megin við miðju í stjórnmálum.
Flest sem Mörður vill koma á framfæri, gerir hann með óbeinum hætti. Honum er ekki vel gefið að horfast í augu við staðreyndir eða að segja beint út hvað hann meinar. Í hópi já-manna er þetta sjálfsagt vinsæl nálgun, en nýtist varla vel við aðrar aðstæður. Að minnsta kosti feilar algjörlega atlaga Marðar að æru Ögmundar.
Mörður reynir að koma því inn hjá lesendum, að Ögmundur sé með afsögn sinni að gefa til kynna, að “velferðarmálefni og afdrif heilbrigðisþjónustunnar séu honum lítils virði”. Þetta er auðvitað bara marklaust blaður, sem ekki stendst neina skoðun. Er ekki Ögmundur að púkka upp á Icesave-stjórnina einmitt vegna velferðar- og heilbrigðis-mála ? Vill Mörður meina að artaki Ögmundar á ráðherrastól, Álfheiður Ingadóttir ráði ekki við starfið ?
Mörður þykist vita betur en aðrir, hvar forgangur eigi að liggja í efnahgsmálum. Ögmundur hafi lítið vit á þeim málum og líklega hafi Ögmundur engan áhuga á hagsmunum venjulegs fólks. Þessa merku hugsun sína orðar Mörður svo:
„En auðvitað býður sannfæringin honum þetta. Icesave-féð er að sönnu líklega ekki „nema“ um fimmtungur af skuldum ríkisins, og afborganir hefjast fyrst eftir sjö ár – en samt er þetta langstærsta málið núna í vitund ráðherrans fyrrverandi, miklu meira mál en varðstaðan um velferðarkerfið, staða heimilanna, dýrtíð og atvinnuleysi, viðreisn bankakerfisins fyrir íslenska vinnustaði og venjulegt fólk.“
Ekki verður betur séð, en Mörður telji að Ögmundur ætti að snúa sér að öðrum viðfangsefnum en stjórnmálum. Að mati Marðar er Icesave-málið bara smá-mál og þar er skoðun hans í fullkomnu samræmi við skoðanir Jóhönnu Sigurðardóttur. Spurning er hvort Mörður nær að fylgja eftir þeim málefna-snúningi sem Jóhanna er núna að taka.
Hægt er að upplýsa Mörð, um að Jóhanna er farin að hafa verulegar áhyggjur að Icesave-málinu. Sama gildir um vopnabróður þeirra Össur Skarphéðinsson, sem í gær upplýsti umheiminn á BBC um að stjórnarkreppa væri í uppsiglingu í landinu, allt vegna Icesave. Fyrir Merði er þetta ennþá minni-háttar mál.
Rúsínan í pylsuenda Marðar er umsögn hans um mann að nafni Webster Tarpley. Getur verið að Mörður telji að þeir sem hafa rangt fyrir sér í einhverju máli, hljóti að hafa rangt fyrir sér í öllum málum ? Mörður gefur í skyn að Ögmundur sé jafn skeikull pappír og Tarpley, vegna þess að þeir eru sömu skoðunar um Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Auðvitað segir Mörður þetta ekki berum orðum, það væru stíl-hnökrar hjá Merði.
Þarna ert þú, síðuhöfundur, að vaða reyk og gróflega og ranglega sakar Ögmund um nánast ofskynjanir og að vaða villu vegar. Málið er bara að hann er hefur skarpari og skýrari sýn á alvöru málsin en þú. Og skarpari en allir hinir í VG og örugglega skarpari en Evru-flokkurinn.
Og þú segir: „Alveg örugglega sammála Ögmundi er bandaríski spekingurinn Webster Tarpley sem þessa dagana heldur fyrirlestra um heimsmálin í Reykjavík. Hann telur einmitt að Íslendingar eigi að rífa sig undan AGS sem fyrst, taka forystu fyrir skuldugum ríkjum í heiminum og hefja alþjóðlegt afborganaverkfall.“
Það er EKKI bara Tarpley sem ráðleggur okkur að losa okkur við IMF. Veit ekki hvar þú hefur verið og hvort þú hefur nokkuð hlustað á og lesið hvað fjöldi lærðra manna hefur verið að segja um AGS (IMF): John Perkins, Joseph E. Stiglitz og Micahael Hudson eru nokkrir þeirra. Og allir eru þeir há-lærðir. Þeir 2 síðastnefndu unnu lengi hjá AGS sjálfir og vita um hvað þeir eru að tala. Prófessorar í hagfræði og Stiglitz nóbelsverðlaunahafi. Og minni líka að rannsóknardómarinn Eva Joly fer nú ekki mjúkum orðum um þau kúgunar-samtök.
Við eigum að losa okkur við AGS. Þeir eru stórskaðlegir. Þeir hafa eyðilagt fjölda landa út um allan heim síðan um miðja síðustu öld.
NATHAN LEWIS skrifar:
The IMF destroys Iceland and Latvia:
http://www.huffingtonpost.com/nathan-lewis/the-imf-destroys-iceland_b_276193.html
Ómar Kristjánsson er þarna úti á túni eins og oftar haldandi því fram að Icesave séu „skuldbindingar okkar „og ekki einu sinni það stór hluti.
Iceave er ekki okkar skuld. Hvað gengur erfiðlega fyrir þig að skilja það? Og hvað ætlarðu að ganga lengi um ljúgandi þessu? Icesave er skuld Björgólfs Thors og einkabankans sem hann var stærsti hluthafi í. Hefur ekkert með íslenska skattborgara að gera bara af því við búum í landinu. Við borgum EKKI Icesave bara af því þú, Jóahanna og hennar heimski flokkur, AGS, Evrópubandalagið, Bretar og Hollendinar heimtið það. Andskotastu til að borga það sjáfur.
Og Ingimundur bullar. Kannski hann sé sjálfur einn í heiminum?
Áfram Ögmundur. Og ég tek hatt minn ofan fyrir Ögmundi.
Áfram Ögmundu. Ég tek líka hattinn af fyrir þér.