Það er að sjálfsögðu prýðilegt að róa fyrir hverja vík í Icesave-málinu, og þetta nýja samkomulag er örugglega barasta ágætt. Nokkuð seint á ferðinni, og nú þurfa málþófsmennirnir að hvíla sig vel eftir sitt arbeið.
Samt kemur manni á óvart að það skuli eiga að leggjast yfir heilar sextán spurningar í fjárlaganefnd. Langfæstar þeirra koma nokkuð við þeim breytingum sem á málinu urðu frá umræðunum í sumar þegar alþingismenn náðu saman um hina djörfu fyrirvara sællar minningar. Þá samþykktu Sjálfstæðis-og Framsóknarflokksmenn að ljúka málinu með atkvæðagreiðslu (þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá!). Gerðu þeir það án þess að athuga atriðin sextán?
Hvað hefur til að mynda breyst frá því í sumar um muninn á föstum og breytilegum vöxtum? Hafi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn í sumar getað ákveðið að greiða atkvæði án þess að hafa kynnt sér muninn á föstum vöxtum og breytilegum – af hverju geta þeir það þá ekki núna?
Vegna þess að atriðin sextán voru aldrei nema leikmunir hjá hrunverjum. Málið hefur allan tímann verið að spilla einsog hægt var fyrir ríkisstjórninni, til að vinna tíma, láta fólk gleyma sögunni og koma sér í bærilega stöðu fyrir uppgjörið í febrúar.
Meiri flokkadrátturinn í þér.
Ja, hérna hér. Hrunverjar?
Er bloggari að meina þá stjórnmálaflokka sem mynduðu ráðuneyti Geirs Haarde?
Það er kannski seytjánda spurningin. Og hann ætti að spyrja sjálfan sig að henni.
Mig langar að vita eitt varðandi framgöngu sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í ICESAVE málinu núna.
Ætlar þeir að borga þessum bresku lögfræðingum laun ?
Er ekki komið nóg af töfum og illvilja í þessu máli ?
Hvers vegna fara sjálfstæðismenn ekki til vina sinna í ICESAVE liðinu og láta þá borga skuld sína ?
Jú, þetta ICESAVE lið situr allt í miðstjórn sjálfstæðisflokksins !
Mörður það gengur ekki til lengdar að stjórna landinu illa, með tilvísun til fyrri stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins, sem hvort sem er hefði stjórnað landinu illa að þínu mati. Vinstrimenn á Íslandi geta alveg treyst því að „helvítis íhaldið“ mun láta þá sprikla á ríkisstjórnarönglinum, sem þeir hafa kokgleypt af slíkri áfergju að annað eins hefur ekki sést fyrr eða síðar, þar til þá þrýtur öreindið. Um þessa fyrstu sósíalistastjórn Íslands verður sagt: „Þeir fengu tækifæri, sem illa var farið með“. Grafskrift stjórnarinnar verður í mesta lagi:“Þeir björguðu Bónusfeðgum frá gjaldþroti“.
„Málið hefur allan tímann verið að spilla einsog hægt var fyrir ríkisstjórninni, til að vinna tíma, láta fólk gleyma sögunni og koma sér í bærilega stöðu fyrir uppgjörið í febrúar.“
Þetta er alveg hárrétt hjá þér, Mörður. Og það sorglega er að trixið virðist ætla að heppnast. Þriðjungur þjóðarinnar ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum.
Ég get ómögulega skilið hvernig núverandi hegðun Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna muni gagnast þeim í febrúar. Geturðu skýrt það nánar.
Áttu von á einhverjum slæmum fréttum fyrir Samfylkinguna úr rannsóknarskýrslunni í febrúar?
Þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fór með stjórn landsins risu upp alls kyns raddir sem fundu þeim allt til foráttu. Þessar raddir komu náttúrulega frá stjórnarandstöðunni á þeim tíma. Svo kom stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Þá fækkaði aðeins í nördahópnum. Núna eru VG og Samfylking við stjórn. Samt þurfa nokkrir nördanna að þenja sig sem aldrei fyrr. Stundum er betra að þegja Mörður hrunvörður.
Mörður,
Það er rökvilla að ætla íslendingum sem þjóð að taka út refsingu fyrir sök sem við viðurkenninum í raunninni ekki lagalega. Þetta hefur m.a. komið frá þínum formanni í mjálmbréfunum til forsætisráðherra Bretlands og Hollands.
Það gengur ekki að ætlaður sakamaður biðji um hengingu af því að hann er orðinn „þreyttur á þessu“ og honum leiðist gæsluvarðhaldið, og krefjast þess á sama tíma að hinir raunverulega seku verði síðar dregnir til ábyrgðar.
Mörður hrunvörður.
Skrýtið að þú skulir horfa algerlega framjjá 18 mánaða stjórnarsetu og verulegri hrunþáttöku þíns flokks.
Það, að þessar 16 spurningar skuli lagðar fram núna, undirstrikar að rykið er að setjast, eins og stjórnsýslufræðingurinn Sigurbjörg komst að orði. Menn eru smám saman að átta sig á stöðunni og þeim möguleikum sem í henni felast – nema auðvitað Samfylkingin, sem vegna þjónkunar sinnar við ESB þorir ekki að standa í lappirnar og nær aldrei að hugsa heila hugsun.
Eina leiðin út úr ógöngunum er að málið komi aldrei aftur í þessari mynd fyrir þingið (og þá ekki heldur fyrir ÓRG, sem kominn er í slíka klípu að meira að segja Samfylkingin hlýtur að sjá það) heldur verði leitast við að lenda þessu máli pólitískt með Brussel-viðmiðin að leiðarljósi. Ég held meira að segja að Ingibjörg Sólrún sé áttuð á þessu.
Þetta mál er lýsandi dæmi um heimsku íslenskra stjórnmálamanna. Í stað þess að sameinast um að gæta hagsmuna íslendinga, eru menn í sama gamla „eiginrasshagmunagæslusandkassaleiknum“.
Og nú er svo komið að stjórnin getur ekkert annað en keyrt málið í gegn. Allar breytingar á samningnum á þessum tímapunkti íslendingum í hag, væru svo sterkt vopn í höndum stjórnarandstöðunnar, að núverandi stjórnarflokkar myndu sjálfkrafa dæmast í áratuga útlegð sem áhrifavaldar í íslenskri pólítík.
Þetta vita menn, og verja því ónýtan samning með kjafti og klóm fram í rauðan dauðann.
LygaMörðurinn sem kannast ekkert við að Samfylkingin var í hrunstjórninni og var með æðstu embætti bankamála.
Eins og haldið hefur verið á málum allt þetta ár eftir þetta kostulega samstarf þessa gjör ólíku flokka Samfylkingar og Vinstri Grænna, sem stjórnast af hótunum af vanhæfum „Verkstjóra“ eins og spunarúðarnir kalla það, er eiginlega ekki hægt að sjá hvernig hægt hefði verið að klúðra og væblast meira með þessi mál sem þessi ríkisstjórn er með í höndunum.
Það er ekki hægt endalaust að hanna bara frasa, svara með froðu og benda á Sjálfstæðisflokkinn!
Góð greining.
Fólk er fífl?
Góðir gestir — Bið um að menn leiki sér ekki með mitt nafn eða annarra hér í dálkunum — nema þeir skrifi sjálfir undir fullu nafni. // Lyga-Mörður hrun-Vörður asna-Pörður …
Ég hef annars aldrei neitað Samfylkingarparti ábyrgðar á hruninu, og er reyndar einn af þeim fáu sem hafa beðist afsökunar á sínum hluta slíkrar ábyrgðar (sjá: http://www.althingi.is/altext/raeda/136/rad20090303T133226.html).
Samfylkingin á eftir að taka þessi mál til vandlegrar umfjöllunar, og þarf helst að gera áður en febrúarskýrslan kemur. Ábyrgð flokksins er þó annars eðlis — í verkum og stefnu — en Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Meira um það seinna.
Sæll Mörður.
Það er vegna þess að málið er gjörbreytt frá í sumar sem við höfum krafist meiri upplýsinga um það. T.d. er stjórnarskár vafinn kominn fram vegna þess að núna er ríkisábyrgðin ótakmörkuð í tíma og umfangi. Það var tekið út úr nefndum án efnislegrar umfjöllunar og það er dapurlet að heyra Samfylkingarfólk, bæði almenna félagsmenn og þingmenn tala um að ekkert nýtt hafi komið fram eða þurfi að koma fram. Þetta fólk hefur einfaldlega ekki kynnt sér málið.