Þriðjudagur 15.12.2009 - 17:23 - 1 ummæli

Ráðstefna leitar að trausti

Þetta er spurning um traust, sagði Indverjinn Mehta á blaðamannafundi umhverfissamtaka hér  í einum salnum fyrir hádegið. Al Gore flutti svo magnaða rædu um fimmleytið – og þar lyysti hann raðstefnunni hingað til líka svona: Spurning um traust – A question of confidence.

 

Og þetta virðast orð að sönnu: Ráðstefnan hér í Bella Center á Amákri við Eyrarsund vélar um meiri mál en ég man í svipinn eftir áður í sögunni – en þessi fyrsta tilraun alls mannkyns til að ná sameiginlegri niðurstöðu um að halda áfram að vera til – snyyst fyrst og fremst um traust.

 

Þjóðarleiðtogarnir eru að birtast á svæðinu og byrja að flytja ræðurnar sínar á morgun. Hlutverk þeirra verður þó miklu heldur að ná einhverju því samkomulagi sem almenningur í heiminum púar ekki niður. Við það eru vonir hér í „Hopen“-hagen einmitt bundnar – um 110 leiðtogar, þjóðhöfðingjar og forsætisráðherrar, eru á leiðinni og hafa þar með lagt heiður sinn að veði að ná árangri. Þeir verða ekki ánægðir að fara aftir heim tómhentir til þjóða sinna.

 

Traust

 

Það hreyfist ekkert í samningaviðræðunum. Vantar traust. Iðnríkin hafa ekki skuldbundið sig nándar nærri einsog þarf. Hver horfir á annan og vill ekki lengra en næsti – og iðnríkin eru sammála um það eitt að gera sem minnst nema þróunarríkin komi með í þetta skiptið, öfugt við Kyoto þar sem þau losnuðu við allar skuldbindingar. Þróunarríkin segjast vilja vera með í bindandi samningi um verulegan samdrátt í losun — en þá verði iðnríkin taka meginhluta byrðanna á sínar herðar í nafni sögulegs réttlætis, og ekki síður að taka upp veskið til að jafna aðstöðumuninn og gera þriðja heiminum fært að þróast, hætta yfirstandandi afbrotum gagnvart umhverfi og loftslagi, svo sem skógareyðingunni, og fjárfesta í nyyrri grænni tækni. – Tja, segja iðnríkin, og fallast í orði á einhverja slíka styrki (oft í „staðinn“ fyrir hefðbundna þróunaraðstoð), en þá verður að vera trygging fyrir því að þið séuð að draga úr losun og að eyðið ekki peningunum í annað. Les: spillingu, hergögn, svissneska bankareikninga. Slíkar grunsemdir eru svo auðvitað álitnar gróf móðgun og beint framhald af fyrri heimsvaldastefnu … Alltaf vantar traust.

 

Traust

 

Að skipta heiminum í iðnríki og þróunarlönd er auðvitað hættuleg einföldun, og innan þessara fylkinga hér á ráðstefnunni eru ríki og leidtogar sem eiga ekki margt sameiginlegt. Kína eða Suður-Kórea hafa ekki endilega sömu hagsmuni og Afríkumenn eða hinar smáu eyþjódir í Kyrrahafi, og meðal iðnþjóda er lika msjafn sauður í mörgu fé.

 

Forystumenn iðnríkjanna hafa heitið þjóðum sínum árangri – nokkurnveginn alstaðar annarstaðar en á Islandi er verulegur þryystingur á stjórnvöld að leggja sitt fram til lausnar ádur en það verður of seint eftir örfá ar. Á hinn bóginn vilja menn í okkar heimshluta yfirleitt bæði halda og sleppa: Endilega finna einhver fiff til að redda okkur úr loftslagsklandrinu – en um leið eru fáir reiðubúnir til þeirra breytinga í lífsstíl og lifnaðarháttum sem til þarf. Jafnvel þott nyyja græna iðnbyltingin gangi betur en nokkur þorir ennþá að trúa. Og telja sumir ógnað sérlegum hgsmunum sínum.

 

Traust

 

Líka þetta veldur því að traustið er af skornum skammti hér í Kaupmannahöfn, höfuðborg veraldar í háfan mánuð. Hvorki þridjaheimsmenn né umhverfissinnar treysta mjúkjmálum leiðtogum Vesturlanda til þeirra stórræða sem nú þarf til, og gruna þá um græsku. Sá grunur near meðal annars til nokkurnveginn allara þeirra ráða sem hugsud hafa verið upp gegn gródurhúsalofti annarra en eiginlegs samdráttar, og ekki síst er tortryggð sú leið sem á Íslandi hefur verið hampað, að binda kolefni í skógum eða í bergi. Mér er sagt að þessvegna séu ekki mikjlir möguleikar á að íslenska sendinefndin hér nái fram viðurkenningu á endurheimt votlendis sem leið til að begðast við loftslagsvánni, og er það þo með því allra einfaldasta og gáfulegasta sem við getum lagt fram: Að moka ofan í gömlu skurðina.

 

Spurning um traust. Og samt er of mikið undir til að láta tortryggnina ráða, og maður finnur að fólki er alvara hér á þessari risasamkomu – þar sem þó vantar ekki skemmtun og hlátur hjá umhverfissinnum úr öllum heimshornum. Ráðstefnuvanir embættismenn og blaðamenn segja eitthvert sérstakt rafmagn í loftinu hér í Bella Center, og af næstu þremur dögum er mikils vænst.

 

Gore aftur: Við höfum ekki tímann að munaði. Og lagði til að næstu ráðstefnu yrði flyytt um hálft ár, júli 2010, til að ganga frá endanlegu samkomulagi eftir Kaupmannahöfn. – Allur tíminn sem við höfum í Kaupmannahöfn er þrír dagar …

  

Og efasemdir

 

Hinn danski loftslagsspekingur Björn Lomborg er mjög á ferð í fjölmiðlamiðstöðinni og gefur viðtöl hægri-vinstri – en að öðru leyti verður ekki vart efasemda í Bella Center um tilvist loftslagsbreytinga. Um þær eða ástæður þeirra er ekki lengur deilt annarstaðar en Kastljósi og í Alabama, einsog sagt var um daginn þegar Glúmur Jón var þar fram dreginn rétt einn ganginn. Hér deila menn vissulega um hvernig og hvað mikið, en ekki um hvort eða hversvegna.

 

Fyrir utan málgleði Lomborgs í kaffistofunni hef ég ekki komið auga á neina afneitendur, hvorki á ráðstefnustaðnum né borginni sjálfri – nema þegar við vorum nokkur að ná í úlpurnar okkar í gærkvöldi frammi í fatahenginu og þá stendur þar skilti á borðinu og skrifað á það stórum stöfum á skilti: Climate Change is a Myth. (loftslagsbreytingarnar eru goðsögn). Við störðum öll á þetta eitt augnablik – og lásum svo smáa letrið:

 

Fyrst við höfum náð athygli þinni viljum við benda á að fötin eru afgreidd hinumegin í salnum.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Bara svona til að halda því til haga að þá talar Björn Lomborg ekki gegn því að heimurinn sé að hlýna eða að orsökin sé að finna í jarðefnabruna, heldur bara haldið því fram að forgangsröðunin á loftslagsbreytingum vs. t.d. þróunaraðstoðar ætti að vera frekar þróunaraðstoð en afnám jarðefnabruna. Þ.e. að afnám loftslagsbreytingar gegnum afnám á kola- og olíunotkun væri svo dýrt að það væru aðrar betri leiðir til aðkoma til móts við þarfir hinna fátæku í þessum heimi en að fara þá leið. Að maður eftir bankahrunið hefur takmarkaða trú á getu hagfræðinga til að forgangsraða eða meta hvað borgar sig er svo allt önnur saga.

    Hvað varðar þróunarlöndin að þá get þau einfaldlega bent á að þegar þau hafi náð úblástri á íbúa sem vesturlandabúar hafi muni þau fara að huga að niðurskurði en meðan að þau séu að halda meðaltalsútblæstri á jarðarbúa niðri gegnum miklar fórnir og vesturlönd gera allt sem þau geta til að halda áfram olíu- og skuldadrifnu neyslumaraþoni sínu falli það ekki á þau að draga úr losun. Við eigum lofthjúpinn saman og ekki í réttu hlutfalli við hversu mikið við menguðum árið 1990.

    Réttmæt lausn myndi t.d. felast í að hvert land ætti að fá sem markmið að komast undir 2 tonn af CO2 í útblæstri á mann á ári (um helmingurinn af núverandi meðaltali fyrir heiminn) og vera gert að borga 100 SDR á mann í sekt fyrir hvert tonn sem væru þar umfram sem rynni í umhverfisþróunarsjóð sem færi í að greiða niður og þróa umhverfisvæna tækni í anda Manhattanverkefnissins. Þar með væri komin fjármögnunarleið til að þróa áfram þá tækni sem gæti komið okkur áfram út úr olíukreppunni sem virti þá reglu að það séu mengunarvaldarnir sem borgi brúsan fyrir tiltektina og regluna um að allir menn skulu vera jafnir.

    Annars til hamingju með að hafa komist inn í Bella Centerið. Það hafa víst margir mátt bíða klukkutímunum saman í biðröð og mist af eigin fyrirlestrum og allt mögulegt, fyrir utan þá sem voru handteknir fyrirbyggjandi.

    Bendi áhugasömum á public data síðu google sem finna má hér en þar má sjá hverjir eru að brenna meira en meðaltalið og hverjir minna:
    http://www.google.com/publicdata?ds=wb-wdi

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sex? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur