Föstudagur 31.08.2012 - 19:54 - 18 ummæli

Ragnheiður Elín repúblikani

Athyglisvert að þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins skuli sitja flokksþing repúblikana í Bandaríkjunum – reyndar í sama mund og þar er útnefnt framboðspar sem ætlar að berjast við Obama undir gunnfánum poppúlískrar hægristefnu. Er hún að sækja í sjóðinn fyrir kosningaveturinn?

Flórídaferð Ragnheiðar Elínar Árnadóttur er reyndar alveg í stíl – því Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðari árum átt stefnulegt samneyti fyrst og fremst við tvo aðra hægriflokka, bandaríska repúblikana annarsvegar, hinsvegar Íhaldsflokkinn breska. Í þessum tveimur flokkum sló nýlíberalisminn sterkast út áratugina kringum aldamót, og þarna hafa líka náð mestum áhrifum fulltrúar hægri-popúlisma gegn kvenfrelsi, samtökum launafólks og frjálsri hugsun – og ekki síst gegn öllu sem lyktar af Evrópu. Í Tampa var einmitt haldið sérstakt námskeið um hætturnar af ,,Evrópuvæðingunni“ í Bandaríkjunum sem Obama er talinn standa fyrir með heilbrigðisumbótum sínum.

Sumir halda því reyndar fram að Sjálfstæðismenn kunni upp til hópa ekki annað erlent tungumál en ensku, og viti þessvegna ekki hvað um er að vera hjá skyldum flokkum á Norðurlöndum, í Þýskalandi eða Frakklandi.

Helstu forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa undanfarin ár sótt fræði sín og fyrirmyndir til repúblikana – en þegar Íslendingar eru spurðir um afstöðu til frambjóðenda vestra kemur yfirleitt í ljós að 75—90% styðja demókratann.

Dæmið um Ragnheiði repúblikana sýnir ágætlega að íslenski íhaldsflokkurinn er minnihlutaafl í íslenskum stjórnmálum. Mikill meirihluti Íslendinga er demókratar – vinstri- og miðjumenn.

Voruði annars ekki örugglega búin að sjá myndbandið með Romney-stúlkunni? Í tilefni af nýuppgötvuðum svissneskum bankareikningi — innilega ósvífinn amerískur húmor … hér

 

Flokkar: Spaugilegt

«
»

Ummæli (18)

  • Öfgahægri menn eins og þeir birtast í mynd með Breivik !
    Þetta er það sem sjálfstæðisflokkurinn ætlar að bjóða upp á eins og hann hefur gert lengi með myndum frá Hannesi Hólmsteini !

    Það hefur ekkert breyst og það mun ekkert breytast !

  • Ekki-sf Trúboði

    Ríkisstjórnarfllokkarnir þurfa ekki að hafa áhyggur af mikllu fylgi.

    Það verður ekki hægt að saka mig um að bera á neinn hátt ábyrð á þessari vinstri stjórn enda hef aldrei og mun aldrei kjósa vinstri menn enda frjálslyndur hægrimaður sem styð frelsi einstaklingsins með ábyrgð.

    Ríkisstjórin er orðin þreytt og sundurtætt og fær leyfi frá störfum næstu kjörtímabilin a.m,k vg – held að það sé hægt að bjarga Samfylkingunni en ég er reyndar bjartsýnismaður.

    Við skulum vona að Bandaríkamenn gefi Obama verðskuldað rautt spjald.

    Auðvitað eru síðustu rúm 3 ár jafnt þar eins og hér á landi ár glataðra tækifæra en lítum til framíðar.

  • Jón Oddur Halldórsson

    Stórskemmtilegt myndband.

    Mér finnst samt frekar hæpið að setja alla Sjálfsstæðismenn undir sama hatt.

    umir þar innanborðs sækja sínar hugmyndir til Repúblikana en ég held að hinn almenni flokksmaður í Sjálfsstæðisflokknum sé ekki á þeim nótunum.

    Allavega næðu Sjálfsstæðismenn líklega í kjöri ef þeir tækju upp sömu stefnuskrá og Romney og Paul Ryan. Það er í raun bara realpolitik þeir næðu aldrei valdastólunum öðruvísi. Íslendingar eru nefnilega þó nokkuð til vinstri miðað við Bandaríkjamenn.

    Ólíkt síðasta kommenti vona ég að Bandaríkjamenn gefi Romney verðskuldað rautt spjald. Obama hefur ekki staðið undir væntingum en mér finnst hann klárlega illskárri en hinn algjörlega sjarmalausi og hugsjónalausi Romney.

  • Jón Oddur Halldórsson

    leiðrétting:
    ,,Allavega næðu Sjálfsstæðismenn líklega aldrei kjöri …“, átti það að vera.

  • Haukur Kristinsson

    Hver borgar undir rassgatið á kellingunni?

    LÍÚ eða Koch bræður?

  • Eyjólfur

    Rétt, Jón Oddur.

    Það er sannarlega himinn og haf á milli meðalsjallans og margs af því sem repúblikanar fást við. Langflestir Sjallar eru mjög frjálslyndir í félagsmálum, fullkomlega sáttir við að heilbrigðis- og menntamál séu kostuð af samneyslunni o.s.frv. Flestir Sjallar sem ég þekki styðja ennfremur Obama.

    Svona della dæmir sig auðvitað sjálf. Eru margir núverandi VG liðar að sama skapi kommúnistar? Kúbuferðir o.s.frv?

  • Mörður í sjálfstæðisflokknum rúmast margar skoðanir,En í þ´num flokki rúmast bara ein skoðun og hún heitir ESB.

  • Ekki-sf Trúboði E

    Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum munu snúast um atvinnumál og þar hefur Obama vægt til orða tekið ekki staðið sig.

    Það er vægt til orða tekið að Obama hafi ekki staðið undir væntingum.

    Bandaríkjamenn hljóta að vilja gefa sjálfum sér tækifæri.

    Ekki ætla ég að minnast hér á atvinnustoppstefnu vinstri “ velferðarstjórnarinnar “ hér – það þekkja hana allir.

  • Því miður eru ekki allir hraðmæltir á frönsku eins og síðuhaldari og því síður geta þeir sótt hugmyndir og styrk til Jospin þess mikla sigurvegara og fyrirmyndar Samfylkingarinnar.

    Já sumir eru svo lélegir að þeir kunna bara ensku.

    Þetta er bara ekki öllum gefið.

  • Arni Finnsson

    Í umhverfismálum er mikilvægur munur á breska Íhaldsflokknum og Republinaflokknum. Áhrifamikilir Sjálfstæðismenn hafna leið Davids Camerons og aðhyllast þess í stað andvísindalega stefnu republíkana. Cameron viðurkennir loftslagsvísindin en Romney hafnar þeim.

  • Mörður

    Nýjustu fréttir: Þarna er ekki bara Ragnheiður Elín heldur sjálfur Bjarni Benediktsson, og líka félagi hans N1-forstjórinn. En heima á Háuhlíð situr Björn frændi límdur við skjáinn og fagnar … Hátíðastund!

    Eyjólfur — Rétt hjá þér, það er ekki hægt að setja alla Sjálfstæðisflokksmenn undir sama hatt, hvað þá alla sem hafa merkt við D á kjörseðli einhverntíma á ævinni. Það geri ég heldur ekki, og finnst sennilegast að meirihluti flokksmanna mundi telja sig demókratamegin ef þeir væru spurðir. Þessi hægriflokkur hér er sögulega bandalag ýmiskonar mið- og hægrihópa sem eiga ekkert endilega mikið sameiginlegt hugmyndafræðilega. Í öðrum löndum skiptast þessir hópar víðast í marga flokka (Skandinavíu t.d.) eða mynda laustengda og brotgjarna fylkingu (Frakklandi t.d.). Styrkur flokksins hér hefur byggst á sterkum foringjum og sæmilegu jafnræði hugmyndastrauma — en þó einkum á því að flokkshöfðingjunum og bakhjörlum þeirra hafa þótt kjötkatlarnir mikilvægari en hugmyndafræðin.

    Þessvegna er þetta enn skrýtnara núna — forustumenn Sjálfstæðisflokksins í Tampa eru ekki bara á skjön við velflesta kjósendur heldur líkast til meirihlutann í eigin flokki.

    Désolé Rósa! — en ég er nú kannski bara að tala um einhverskonar skandinavísku, í mesta lagi hrafl í þýsku …

  • Haukur Kristinsson

    „Clint Eastwood speech was a disaster“.
    Nær einróma skoðurn allra, jafnvel hjá Fox News.
    Kallinn er farinn að minna á Charles Heston, sem tróð oft upp hjá Reppunum, ekki síst í sínu hlutverki sem „President of the National Rifle Association“. Annars voru þeir báðir Democratar sem ungir menn, en aldurinn gerði þá „silly“ og afturhaldssama.
    Romney og Ryan eigi eftir að skít tapa fyrir Obama.
    Það sem þjáir þessa tvo „rednecks“mest, er „ignorance“.

  • Eyjólfur

    Takk fyrir svarið, Mörður. Þarna erum við að ná betur saman. Þessar ferðir eru í besta falli svolítið hallærislegar, en þannig séð ekkert ólíkar sambærilegum ferðum annarra íslenskra stjórnmálamanna. Nema auðvtiað hvað varðar mun á því sem flokkarnir raunverulega standa fyrir. Hins vegar er alltaf leiðinlegt að einblína á einhverja jaðarpunkta (outliers) og stilla málum upp eins og þeir séu dæmigerðir. Það verður líka að ganga í báðar áttir, ef maður ætlar að þykjast sanngjarn.

    Reyndar má segja að þessir breiðu borgaralegu flokkar í Evrópu hafi verið býsna duglegir við að ýta jaðarröddum (sem oft eru þó merkilegt nokk notaðar sem Grýla gegn þeim) út í kuldann; jafnvel svo duglegir að þeir séu farnir að búa til ginnungagap sem auðvelt er að stökkva í. Þetta höfum við séð í allmörgum Evrópulöndum síðustu 10-15 ár, m.a.s. í löndunum sem standa okkur næst. Það er auðvitað ekki hægt að búast við að einhver 10-20% sem hafa vissar skoðanir eigi sér hvorki rödd né fulltrúa, til langs tíma litið. Ég er ósammála þessum væng, en virði rétt hans til skoðana sinna á sama hátt og annarra.

    Þetta vekur líka m.a. spuringar um hversu stór hluti hugmyndabaráttunnar á sér stað innan flokkanna og hversu stór á milli þeirra. Það gefur auga leið að í USA á drjúgur hluti sér stað innan þeirra, enda tveir u.þ.b. jafnstórir flokkar allsráðandi. Þeir eru nokkurn veginn jafnstjórnlyndir – annar vill bara ráðskast með fólk í vinnutímanum, en hinn í frítímanum. Þetta og mikill menningarlegur munur á milli landshluta gerir að verkum að meðaldemókrati í sumum suðurríkjanna er til að mynda líklega íhaldssamari í félagsmálum en repúblikani í norðaustrinu. Mér finnst menn stundum taka sér heldur breiðan bursta í hönd, þegar svona málun á sér stað.

  • kristján

    „The GOP is ideologically extreme; scournful of compromise; unmoved by conventional understandings of facts, evidence and science; and dismissive of the legitimacy of its politcal opposition“.

    Þessi lýsing á líka ágætlega við Bjarna og Ragnheiði. Eru því á heimavelli í Tampa.

  • Kristján E.Guðmundsson

    „Sjálfstæðisflokkurinn hefði gott af að tileinka sér, þótt ekki væri nema brot af þeim sóknarþunga sem einkenndi flokksþing repúblíkana í Tampa.“ Þetta segir Björn Bjarnason á heimasíðu sinn og getur ekki leynt aðdáun sinni á þessum skelfilega afturhaldsflokki í BNA. Ég hlustaði á beina útsendingu frá þessari samkomu sem Göbbel hefði getað verið stoltur af. Uppistaðan í slagorðum samkomunnar eru lygar og útúrsnúningar úr ræðum Obama forseta. Eitt áberandi slagorð sem hrópað var í takt og skiltum með því haldið á lofti var „We built it“. Það var einnig uppistaðan í nokkrum ræðum. Fyrir nokkrum vikum flutti Obama ræðu þar sem hann benti á að þeir sem hefðu af dugnaði byggt upp atvinnufyrirtæki í BNA hefðu ekki gert það einir, heldur stuðst við samfélagið í kring um sig og innviði þess, s.s.“brýr og vegi“. „You ditn´t build those“ sagði hann og var það að vísa til samþættingu samfélagsins alls. Þetta var svo af íhaldsöflunum í BNA slitið úr samhengi og fullyrt að Obama hefði sagt að atvinnurekendur í landinu hefðu ekki byggð upp fyrirtæki sín. Og fremst í flokki for „fréttastofan“ FOX. Nú er þessi útúrsnúningur orðin að aðal baráttuslagorðum Republikana í Tampa!
    Ja það er von að þarna sjái Björn tækifæri til eftirhermu. Maður sér nú hvert „Heimsýn“ sækir fyrirmyndir sínar. Andi Lee Atwaters svífur greinilega enn þarna yfir vötnum þó sá sé kominn til helvítis

  • Kristinn

    Þetta er flott Mörður, mála skrattann á vegginn hinu megin við götuna svo þú þurfir ekki að takast á við hann þegar þú horfir í spegil á morgnana. Maður er byrjaður að fá svona Hólmstein hroll þegar maður les þessi þráhyggju skrif þín um sjallana

  • …ojjj repúblikani!

  • Íslenskur

    Skemmtileg örvænting sem birtist í þessum skrifum. Samfylkingin verður rassskellt í næstu kosningum og Mörður felldur af þingi. Örvæntingarfullt að reyna að spyrða GOP liðið við Sjálfstæðisflokkinn. Reyndar mundu mörg forgangsmál núverandi ríkisstjórnar hitta beint í mark hjá GOP.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur