Þriðjudagur 18.12.2012 - 16:04 - 8 ummæli

Samstaða um rammann

Umræðunni / málþófinu um rammann lauk um hádegi í dag  með því að Sjálfstæðis- og framsóknarmenn gáfust upp – gegn því að atkvæðagreiðslunni væri frestað fram í miðjan janúar. Veit ekki hvað þeir vonast til að fá út úr því. Við Oddný G. Harðardóttir tókum síðustu ræðurnar í málinu fyrir hönd Samfylkingarinnar og Fagra Íslands –  hér er mín nokkurnveginn: 

 

Forseti – Í þófi undanfarinna daga hefur verið talað mikið um sátt – og ræðumenn hafa stillt dæminu þannig upp að ekki sé sátt nema hver stjórnmálaflokkur, og jafnvel hver alþingismaður, eigi að hafa neitunarvald – en þó einkum þeir sem nú eru í minnihluta, stjórnarandstöðu, Sjálfstæðis- og framsóknarmenn. En þannig virkar lýðræðið bara ekki.

Og það var aldrei tilgangurinn með rammaáætlun að skapa allsherjarsátt um hvern virkjunarkost eða hvert verndarsvæði. Um það verða alltaf deildar meiningar g það er alveg eðlilegt að um það séu deildar meiningar, jafnvel eftir að öll fagleg og pólitísk sjónarmið hafa komið fram.

Árangur okkar núna felst í þeirri samstöðu um leikreglur sem rammaáætlunin getur skapað og á eftir að skapa næstu mánuði, ár og áratugi ef við höldum rétt á spilunum.

Það er merkilegt að deilur um þetta þingmál hafa breyst verulega frá því það kom fyrst hér inn á alþingi.

Í upphafi var miklu meiri ágreiningur um málið. Þá töluðu sanntrúaðir stóriðjumenn – til dæmis háttvirtir þingmenn Jón Gunnarsson og Tryggvi Þór Hafsteinsson – og hörmuðu að ekki skyldi verða af virkjun við Þjórsárver – Norðlingaölduveitu – og töldu alveg óþarft að reyna aðra nýtingu á Torfajökulssvæðinu en langa röð af virkjunum, og vildu fá að virkja í Gjástykki, Kerlingarfjöllum, á Ölkelduhálsi, í Grendal og Innstadal og svo framvegis og svo framvegis.

Það voru líka miklar áhyggjur náttúruverndarmegin, og sérstök áhersla lögð á náttúrusvæðin á Reykjanesskaga. Ég hef tekið undir þær áhyggjuraddir sem auðvitað hljóma enn og sjást til dæmis í ýmsum breytingartillögum.

Þrátt fyrir þetta hefur starfið hér í nefndunum, umræðan í samfélaginu, fagleg undirstaða og víðpólitísk rök leitt okkur að því að það er ekki verið að deila um þetta, heldur fyrst og fremst um eingöngu tvisvar þrjá virkjunarkosti, samtaks sex virkjunarhugmyndir á tveimur landsvæðum, um 6 af 67 kostum alls í tillögu ráðherranna.

Og raunar eiginlega bara um tvokosti af þessum 67  – um efri virkjanirnar tvær í Þjórsá, því að nú eru flestir orðnir sammála um að láta Urriðafoss njóta vafans, eða jafnvel vernda hann strax, og lítil mótmæli eru höfð uppi við frekari athugun á Skrokköldu- og Hágönguhugmyndum í nánd Vatnajökulsþjóðgarðsins.

Um þá tvo kosti sem einkum er tekist á um standa málin svo þannig að skýrar vísbendingar um afdrif þeirra kosta eiga að koma fram snemma árs 2014. Tveir kostir, tvö ár tæp.

Þrátt fyrir mikinn hávaða hér á þinginu og óvenjulega illvígt málþóf sem hefur verið niðurlægjandi fyrir þing og þjóð – þrátt fyrir hróp og köll ýmissa forkólfa sem kenna sig við atvinnulífið, þar sem rammaáætlun er reyndar blandað í óskylda hluti – er þessi samstaða að nást í samfélaginu um leikreglurnar.

Hér hafa vissulega fallið óvarleg ummæli um einhverskonar kúvendingu eftir kosningar – ef menn ná þeim árangri þar sem þeir vonast eftir. Ég hef beðið alþingismenn að stilla orðum sínum í hóf, og minnt á að hótanir hafa þann leiða galla að menn geta lent í því að þurfa að standa við þær.

Ég tel líka eftir því að forystumenn flokkanna tveggja sem einkum hafa beitt sér í málþófinu, formenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, hafa báðir stillt sig um yfirlýsingar af þessu tagi, og ég met það við þá.

Ég hef sjálfur enga trú á því að þeim detti í hug að fara í slíka kúvendingu. Það væri einfaldlega ekki heilladrjúgt – og væri í andstöðu við hagsmuni nánast allra aðila sem koma nálægt þessum málum, bæði áhugamanna um náttúruvernd og haghafa í þeim efnum, til dæmis í ferðaþjónustunni, og hagsmuni orkufyrirtækjanna og stóriðjufyrirtækjanna sem þurfa frið um sína starfsemi.

Slík kúvending mundi sundra rammaferlinu sjálfu. Í því hafa ráðherrar og alþingi ákveðið hlutverk, sem þarf að rækja vandlega ef eitthvert vit á að vera í öllu því merkilega starfi og öllum þeim fjármunum sem til þess hefur verið varið.

Eg trúi því að við séum að ná samstöðu um leikreglur í þessum málum – og það væri mikill áfangi í sögu og sambúð lands og þjóðar.

Sá áfangi fellur saman við þau tímamót að nú er stóriðjuskeiðinu í tækni- og atvinnusögu Íslendinga að ljúka – svipað og skútuöldin rann sitt skeið fyrir rúmri öld. Stóriðjufyrirtækin eru að sjálfsögðu mikilvægur þáttur í efnahagskerfinu og verða áfram, en framtíðin liggur annarstaðar: Þekking, menntir, menning, skapandi störf, náttúrugreinar, ekki síst háþróuð ferðaþjónusta – og við þessi umskipti er mikil þörf fyrir víðlend náttúrusvæði til verndarnýtingar, í þágu náttúrunnar og tengsla okkar við hana með útivist og upplifun, en líka í þágu íslensks atvinnu- og efnahagslífs.

Sen framsögumaður málsins leyfi ég mér hér að lokum umræðunnar að þakka fyrir umræðuna, sem vonandi fór fram af fullri virðingu fyrir málefninu, hvað sem rökum og málatilbúnaði einstakra þingmanna líður,

þakka nefndarmönnum í umhverfis- og samgöngunefnd, og líka í atvinnuveganefnd, fyrir samstarfið í blíðu og stríðu

og ég þakka stuðningsmönnum þingsályktunartillögunnar þétta samstöðu um að koma þessu mikla framfaramáli ósködduðu í örugga höfn.

Það tekst okkur í atkvæðagreiðslunni hinn 14. janúar næstkomandi, í þágu landsins og í þágu þjóðarinnar.

Flokkar: Umhverfi – mannlíf – náttúra

«
»

Ummæli (8)

  • Arni Finnsson

    Umsagnir um neikvæð áhrif virkjana í Þjórsá á laxastofna komu ekki fram fyrr en tillaga verkefnisstjórnar hafði verið kynnt síðsumars 2011. Áttu ráðherrar iðnaðar og umhverfis að hafa þær vel rökstuddu umsagnir að engu? A.m.k. tók Landsvirkjun þær alvarlega og segist nú leita allra leiða til að leysa þau vandamál sem Orri Vigfússon og fleiri hafa bent á.

  • Óðinn Þórisson

    Þetta spurning hvar við viljum vera varðandi lífskjör – samfélag bóta&atvinnuleysingja, háir skattar eða samfélag framfara, framkvæmda og frameliðslu með lágum sköttum á fólk og fyrirtæki og fólk hafi meiri ráðstöfunartekjur.
    Við erum þarna greynilega ekki sammála en það verður bara að vera svoleiðis – það verður erfitt að vinda ofan af þessari rammátælun eftir næstu kosnngar en það verður bara að gera – ný ríkisstjórn – ný framtíð.

  • Haukur Kristinsson

    Héldu menn að það tæki aðeins eitt kjörtímabil að taka til eftir allt ruglið á valdatíma Hrunflokkanna, Íhaldsins og hækjunnar? Það mun taka í það minnsta 15 ár, ef ekki 20.
    Valdatími Davíðs og hans skósveina var langur, engu að síður með ólíkindum hvað þeim tókst að valda þjóðarbúinu miklu tjóni, enda var Davíðshrunið heimsmet í vanhæfni og heimsku. Heimsmet.
    Aldrei áður í sögu“þróaðra” landa tóku höndum saman stjórnarvöld, athafnamenn og forseti til að keyra allt í kaf. Til dæmis var ekki einn túskildingur eftir í Seðlabankanum þegar Dabba var sparkað. Ekki fimmaur.
    Jafnvel bótasjóðir tryggingastofnanna fengu ekki að vera í friði. Nei, þar var nefnilega “fé án hirðis”.
    Nú skyldu menn ekki lengur vinna fyrir peninga, eins og við ólumst upp við og foreldar okkar gerðu, heldur láta peningana vinna fyrir sig. Taka kúlulán og fjárfesta. Hætta að vinna, hinsvegar grilla og græða, græða og grilla.
    Þvílíkt fucking rugl!

  • Flóttinn mikkli er hafinn, þetta stórslys sem hefur kallað sig ríkisstjórn er farin að leita allra leiða að bulla sig út úr því tjóni og svikum sem eftir þau liggja…. Leppflokkurinn Hreyfingin og Litla Samfylkingin BF er síðasta hálmstráið og einu sem hald öndunarvélinni gangandi.
    En það verður þjóðhátíð þegar þessi ósköp fer frá….

  • Þjóðin telur niður dagana fram að kosningunum.

    Þessum ósköpum linnir brátt.

  • Ómar Kristjánsson

    þetta er rétt sem Haukur bendir á. Mikilvægt atriði og atriði sem er einhvernvegin í allri propagandavitleysu Mogga og Sjallafjölmiðla gjörsamlega hulið.

    það mun taka amk, 15 ár að laga til landið eftir rústalagningu Sjalla. Amk. og hugsanlega lengur.

    Nú hef ég fylgst með dáldið grant efitr Sjallahrunið auk ess að hafa alltaf verið áhugamaður um stjórnmál og afleiðingar ýmiss háttalags ríkja. Eg er mjög sagnfræðilega sinnaður þegar ég skoða mál. Eg segi gjarnan: Skoðiði söguna – þá skiljið þið nútímann. Sem dæmi, þá má skilja þingmenn suðurlandskjördæmis útfrá því að sunnlenskir bændur riðu til reykjavíkur í brakandi þurrki um hánnatímann 1906 – til að mótmæla símanum! Útfrá þessu geta menn skilið afhverju þeir kjósa td. Árna Johnsen á þing áratugum saman.

    Málið með Sjallahrunið er, að traust landsins og orðstýr skaddaðist svo herfilega. það mun líða langur tími þar til eihver tekur Íslandi sem hverji öðru landi. það munu allir hafa varann á sér er Ísland ber á góma. það bjargar ekkert öllu þrekvirki þeirra SJS og Jóhönnu við að rétta ladið af efnahagslega. Traustið á landinu vegna háttalags Sjalla er áfram stórlaskað. Ennfremur sem mikill brestur er í innviðum eftir að þeir Sjallarnir bókstaflega tæmdu alla sjóði sér til handa. Segir sig sjálft.

    Ok. ofantalið eru staðreyndirnar og það veltur auðvitað á ýmsu í framtíðinni hvernig tekst til að byggja upp varanlega. Hvað virðist ætla að gerast? Jú, innbyggjarar ætla að koma Sjölunum sínum til einvalda við fyrsta tækifæri! Sjöllum sem eru með nákvæmlega sömu hrunstefnuna og leiddi til Sjallahrunsins 2008! Halda menn virkilega að þetta auki traust á landinu? Nei það gerir það ekki. Auk þess sem þegar er stórhætta á að þetta kalli á annað hrun.

  • kristinn geir st. briem

    eftir hið mikla málþóf samfylkíngarinna því það er málþóf að tala um þálþóf ferð þó að taka undan mörð árnasson sem mér fanst málefnalegur þau fáu skipti sem ég sá hann en var kanski ekki alveg samála t.d. afhverju reykjanesið sé ekki í biðflokki því svandís svavarsdóttir sagði að náttúran ætti að njóta vavans. mér finnst að reykjanesið sé en sýður til virkjunar fallið enn neðri þjórsá. Held að það séu aðrar ástæður séu fyrir því frú ólína kallar það víst spillíngu gott og vel það má kalla það ymsum nöfnim. er það ekki þanig að ef þessar virkjanir væru ekki í virkjunarflokki væri lítið hægt að virkja. í biðflokki meiga menn ransaka ef búið er að ransaka þá er búið að raska svæðinu má þá virkja finst þessi biðflokkur stórfurðulegur er þettað ekki bara annað orð yfir verndun

  • Haukur virðist eitthvað pólitískt ringlaður. Gerir sér ekki grein fyrir að samfylking er búin að sitja í ríkisstjórn samfellt í bráðum sex ár, að auki haft borgina á sínum snærum nær sleitulaust síðustu 12-15 árin.

    Margir af máttarstólpum Samfylkingar hafa verið við stjórn allan þennan tíma, og mun lengur. Jóhanna, Helgi Hjörvar, Össur, Björgvin G. og fleiri þarna hafa setið við stjórnvölinn bæði fyrir og eftir hrun.

    Það eru takmörk fyrir þvi hversu lengi fólk getur skýlt sér á bakvið að hafa tekið við erfiðu búi. Ætlar framsókn enn að býsnast yfir því að Jónas frá Hriflu hafi alltaf verið með læti á landsfundum?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur