Sunnudagur 06.01.2013 - 12:30 - 16 ummæli

Háskólann líka, Agnes

Hér með legg ég til með fullkominni auðmýkt að Hin lúthersk-evangeliska Þjóðkirkja á Íslandi sjái líka aumur á Háskóla Íslands í væntanlegu söfnunarstarfi sínu.

Fjárskorturinn í Háskólanum er engu minni en á Landspítalanum – þótt HÍ geti að vísu ekki teflt fram langþjáðum sjúklingum í glímu sinni við fjárveitingavaldið. Námskeið hafa dregist saman og fræðilegu starfsliði fækkað nema í þeim deildum sem mestur efnalegur bógur þykir í. Tækjakaup hafa setið á hakanum í flestum greinum sem þurfa tæki, bókakaup þar sem þarf bækur.

Báðar þessar lífsnauðsynlegu ríkisstofnanir líða auðvitað fyrir aðhald og niðurskurð eftir hrun – þótt báðum hafi verið hlíft miðað við meðalstofnanir á ríkisvegum.

Aðalástæðan liggfur samt ekki í hruninu hjá þessum stofnunum. Hún er sú sama á Landspítalanum og í Háskólanum. Stjórnvöld – á vegum einkum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en enginn flokkur er hér ábyrgðarlaus – hafa vanrækt þessar grunnstofnanir samfélagsins í kappinu við að koma upp samkeppnisfyrirtækjum sem einkabransinn átti að reka en tengja lífæð sína beint í ríkissjóð. Draumurinn um einkaháskóla hélst í hendur við einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Björn Bjarnason, Finnur Ingólfsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. En hvorug gullgæsin hefur ennþá orpið eggjum. Ég þarf vonandi ekki að taka fram að litlu háskólarnir hafa margir staðið sig vel – og að þar hafa orðið góðar rannsóknir etc. –samt hefur tilkoma þeirra fyrst og fremst fjölgað lögfræðingum og viðskiptafræðingum þar sem þörfin var ekki brýnust.

Hversu mikill hluti tækjavandans á Lansanum skyldi stafa af því að spítalinn hefur misst yfir í einkabransann sértekjur sem áður fengust af göngudeildarþjónustu sérfræðinga, svo sem rannsóknum og minni aðgerðum sem byggjast á góðum tækjabúnaði? Nú rennur þetta fé í skurðstofur og rannsóknastofur — sem kalla mætti einkaspítala, og hafa nýrri og fullkomnari tæki og fá borgað fyrir hvert viðvik hjá Sjúkratryggingum. Eftir því sem Lansinn stendur sig verr í þeirri samkeppni drabbast tækin lengra niður, og sértekjurnar minnka sem áður gátu runnið í endurnýjun.

Nú hefur sumsé Þjóðkirkjan tekið að sér að hefja kristilega safnaðarsöfnun og bæta fyrir bæta fyrir misheppnaða einkavæðingu í heilbrigðismálum samkvæmt tískukreddum frá síðustu áratugum 20. aldar. Og hér er sumsé tillagan um næsta söfnunarverkefni í kristilegum dúr.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Óðinn Þórisson

    Hvað hyggst þú taka þér fyrir hendur þegar þingferli Steínunnar Valdísar Óskarsdóttur líkur í vor ?

  • Gudjon Sigurdsson

    Mikið er bullið. Það ættu að vera hæg heimatökin hjá stjórnarþingmanninum að krefjast réttlátari skiftingar aura fyrir fjárlög hvers árs. Er ekki fjársvelti HÍ og LSH stjórnvöldum að „þakka“? Maður spyr sig um ábyrgð ráðamanna á hverjum tíma. Helvítins fokking fokk.

  • Af hverju er ÞJÓÐARSÁTT um að skera öryrkja niður við trog, ráða niðurlögum heillar stéttar. – Þeirra sem minna mega sín sem eru sjúkir veikir og fatlaðir ?

    Hvað er eiginlega að ykkur íslendingar að láta slíka mannvonsku viðgangast ?

  • kristinn geir st. briem

    sæll mörður ekki búin að jafna þig á jólasteikinni vona að þau hafi verið góð

    það er varla hægt að bera saman landsspífalann og háskólan. Menn deija ekki þó við lokum háskólum það er luxsusvandamál, en það gerum ef við lokum spítölum. Skil ekki afhverju mörður viti ekki hvað fer mikið til“einkasjúkrahúsa“ það á alt að vera skráð
    vonandi verðirðu búin að jafna þig áður en þýngið birjar men geta orðið svo skapvondir ef þeir mæta með meltíngatrublanir

  • Guðlaugur Einarsson

    Sæll Mörður

    Hvernig væri samt ef þið stjórnmálamenn mynduð byrja á því að sýna skattgreiðendum, sem niðurgreiða íslenskt háskólanám, þá lágmarksvirðingu, að láta skráningargjöld í Háskóla Íslands fylgja verðlagsþróun í landinu.

    Árið 2003 var skráningargjaldið hækkað frá 36.000 kr. upp í 45.000 kr. Fyrir rúmu ári síðan var það svo hækkað upp í 60.000 kr, en ætti að vera lágmark 75.000 kr ef það hefði fylgst neysluverðsvísitölunni.
    Í þessum auka 15.000 kr. liggja ca. 195 milljón krónur fyrir Háskóla Íslands. Og er það ósanngjarnt gjald fyrir háskólanema, sem getur tekið lán fyrir slíkum ,,skólagjöldum“?

  • Sæll. Mörður ég vill þakka þér fyrir kirkjuna að gera söfnun til þess að styrkja guðfræðideildina, t.d. með bókainnkaupum og fá gestakennara frá erlendum guðfræðideildum og að fleirri nemendur komist í guðfræðideila.
    En það var ábyggilega það sem þú hefur í huga svo hafðu kærar þakkir fyrir.

  • kristinn geir st. briem

    um þessa svokölluðu einkaháskóla sem eru borgaðir að mikluleiti af ríkinu.
    heffði þetta geingið með að gera ísland að aflandseyju, hefðum við þurft alla þessa lögfræðinga og viðsliptafræðínga svo formúlan er rétt. þá þufti að framleiða fult af svona fólki en þettað var happdrætti sem gaf eingan viníng
    nú eru men að veðja á græna hagkerfið við skulum vona að það gangi betur sáum það eftir nokkur ár

  • Steinarr Kr.

    Ríkisstjórn hvaða flokka var að fá sín fjórðu fjárlög samþykkt? Hvernig í ósköpunum geturðu kennt Sjálfstæðis- og Frammsóknarflokkunum um fjársvelti þessara stofnanna?

    Nema jú, þetta er sama taktík og Obama notar. Virðist virka vel fyrir ykkur vinstri menn.

  • Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson

    Það má ekki heldur gleyma að safna í styrktarsjóð Rannís.

  • Hrafn Loftsson

    Sæll Mörður.

    „… samt hefur tilkoma þeirra fyrst og fremst fjölgað lögfræðingum og viðskiptafræðingum þar sem þörfin var ekki brýnust.“

    Bendi á að Háskólinn í Reykjavík útskrifar 2/3 af öllum tæknimenntuðum háskólanemum.

  • NotMörður

    Er það furða að Mörður sé game over og mun aldrei aftur snúa inn á Alþingi Íslands. Mörður er einn af þessum þingmönnum sem geta gert mann virkilega reiðan og fullann af hatri að sjá málflutning hans. En þetta er nú bara Mörður litli sem er búið að hafna af grasrótinni í Samfylkingunni. Komdu aldrei aftur Mörður aldrei!!!!!!!!!!!!!

  • Heimir L Fjeldsted

    Hvaða slettirekuskaður er þetta hjá þér Mörður að skipta þér af málefnum þjóðkirkjunnar. Þú tilheyrir henni ekki eftir því sem ég best veit.10

  • Einar Strand

    Það er furðulegt að staðan sé þannig að það þurfi að safna handa sjúkrahúsunum fé til tækjakaupa. Má vera að þetta sé, eins og fjallað var um í Já ráððherra fyrir 30 árum síðan, að stjórnunar kostnaðurinn sé að sliga allt og ekkert sé gert í að skera hann niður heldur bara þjónustuna. Hvað sem því líður þá er þetta ykkur stjórnmálamönnunum að kenna en ekki kreppunni þó svo þið notið hana sem afsökun, sem er mjög aumt af ykkur.

  • Sjálfstæðisflokkurinn, handhafi kristni á Íslandi, hyggst gera fjársöfnunarmál þjóðkirkjunnar að aðal kosningamálinu í vor. En hrunið, hvaða hrun?

    Þegar ágætt fólk fór að lýsa skoðunum sínum á tiltækinu vissi ég að skrattinn yrði laus, eins og sagt er. Jú ekki stóð á því. Bjarni Benediktsson birtist í öllum fjölmiðlum undrandi á því að fólk lýsti skoðun sinni á tiltækinu.

    Nú bið ég allt gott fólk að hætta umræðu um þetta mál. Hingað til hefur hún helst byggst á ósannindum og útúrsnúningum að hætti xD. Þannig umræða skemmtir helst púkanum á fjósbitanum í Hádegismóum.

  • Þorlákur Axel Jónsson

    Ég legg til að hin lúthersk-evangelíska þjóðkirkja sjái aumur á Raufarhöfn og hafi þar prest.

  • Ef vinstristjórn getur ekki staðið við hugsjónir sínar þegar hún kemst til valda, þarf einhver að grípa til aðgerða.
    Það hafa alls konar félagssamtök og einstaklingar gert hvað Landspítalann varðar.
    Kirkjan hefur líka fætt margan með matargjöfum sínum og held ég að vinstri stjórnin ætti frekar að skammast sín fyrir allar matargjafirnar sem aldrei hefur verið meiri þörf á í þessu þjóðfélagi en í stjórnartíð Jóhönnu.

    Jóhanna sveik allt – skjaldborgina, loforð um gagnsæi og norrænt velferðarríki.

    Það er gott að frú Biskup renni til rifja svik hennar og vilji að við almenningur sameinumst og stöndum saman til styrktar Landspítalanum.

    Jóhanna er búin að afskrifa svo mikið fyrir útvalda að það er skiljanlegt að niðurskurður verði blóðugur – enda veit hún sem er að veikist hún eða einhver henni nákomin verður hún ekki sett í biðröð á meðan er verið að klastra saman lífsnausynlegu tæki – HVAÐ ÞÁ að hún eða hennar fólk þurfi að liggja á ganginum.
    Hún veit sem er; það er ekki sama Jón og séra Jón.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur