Mánudagur 24.02.2014 - 16:13 - 18 ummæli

Alein með Sigmundi Davíð

Hélt það kæmu ekki svona margir á Austurvöll – þótt undirtektir á Netinu væru góðar og stöðugur straumur á undirskriftarlistana. Kemur líka á óvart hvað fólk er einhvernveginn mjög óánægt með þessa and-Evrópu-ályktun. Einhver pólitísk skil liggja í loftinu, einhver mælir fullur gagnvart mönnunum í ríkisstjórninni.

Veit ekkert hvernig á að meta þetta í prósentum eða fylgi. Sjálfsagt klofna engir flokkar, og víst er meirihlutinn á þingi mikill meirihluti. Það er samt undarlegt af stjórnvitringum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins að búa akkúrat núna til þessa grimmu víglínu milli Evrópusinna og Nei-fólksins, og láta hana falla ofan í afstöðu manna með og móti ríkisstjórninni. Kannski eitthvað sem maður sér ekki? Kannski bara til að láta liðið vita Hverjir Stjórna?

Ef til vill kemur þeim á óvart hvað þetta nær djúpt – hvað fjöldamörgum finnst einsog Þorsteini Pálssyni að það hafi brostið stengur. Kannski hefur aðildarumsóknin og viðræðurnar verið í senn einskonar öryggistrygging og framtíðarsýn. Ísland er umsóknarland og hluti af Evrópu, þótt viðræðurnar séu í hléi, Ísland er á leiðinni áfram þrátt fyrir Heimssýn og Morgunblaðið og LÍÚ.

Í staðinn er einsog runninn upp Groundhog Day. Og við á hérna á Íslandi horfum með hrelldri brá upp á næstu áratugi lokuð inni – alein í stöðugu sjónvarpsviðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (18)

  • Bjarni og Simmi lærðu greinilega margt af því að fylgjast með verkstjórn Jóhönnu og Steingríms í síðustu ríkisstjórn. Sama orðræðan í dag og í júlí 2009. Ba

  • Íslensk hrollvekja — eins og hún gerist best:

    \“Í staðinn er einsog runninn upp Groundhog Day. Og við á hérna á Íslandi horfum með hrelldri brá upp á næstu áratugi lokuð inni – alein í stöðugu sjónvarpsviðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson.\“

    Mjög modernísk hrollvekja: Hættan og uggurinn sem áður lág utan við túngarðinn er allt í einu kominn inn í baðstofuna og bærist nú í brjóstum okkar.

    Gæti líka verið úr amerísku þáttaröðinni frægu, Í ljóskiptunum.

    Maður fær bara hland fyrir hjartað — það leynast nefnilega sannleikskorn í þessum fullyrðingum.

  • Sigga Haralds

    Ég held líka að geti verið að fólk sé orðið langþreytt á svikum og láta ljúga sig fullt. Þarna varð mælirinn fullur og svo er þetta líka stórmál sem hefur mikil áhrif á framtíð okkar allra. Við viljum fá að kynna okkur þetta betur og hafa eitthvað um málið að segja eins og var lofað

  • HAFA ALLIR BREYST Í FRAMSÓKNARMENN?!!

    IS THIS THE TWILIGHT ZONE?!!

  • fannarh ! Bjarni og Simmi hafa 38 Þingmenn, og flestir af þeim litid hugsandi kjølturakkar, eins og sauðir sem elta bjøllusauðinn fram af bjørgum ef þvi er ad skipta.

    Jòhanna og Steingrimur høfðu kanski 25-30 þingmenn, Øgmundur var aldrei i liði med Jòhønnu, og alt þjóðfèlagið var i uppnàmi eftir hrunið.

    Þad er ekki hægt ad lìkja saman nùverndi og fyrverandi rikistjòrnn.

  • Annar hrollvekjuhöfundur stingur niður penna á Visir.is. Sá heitir Guðmundur Pálsson. Hans hrollvekja er af gamla skólanum:

    \“Gerir engin sér grein fyrir því að Ísland er eins og hagamús í samfélagi þjóðanna. Þar er Brussel elítan eins og ugla, sem fylgist með okkur úr sínu hæsta tré og bíður eftir að okkur skriki fótur.\“

    Kannski meira í ættt við þjóðsögur og ævintýri?

    Grátbroslegt er að hann meinar þetta.

  • Haukur Kristinsson

    Við unnum kosningarnar, því hljóta allar okkar ákvarðanir að vera kórréttar og í nafni fólksins, segir Vigdís Hauks. „Rökvís hugsun“, en viti menn, undir þetta tekur stór hópur innbyggjara.
    Því er Ísland í dag láglaunaland innan Evrópu, með stórlaskað heilbrigðis-og menntakerfi.
    Skiptir hinsvegar kleptókratana, elítuna, litlu máli, hafa fyrir löngu tekið upp sterkan gjaldmiðil, versla erlendis og leita sér lækninga þar. Sem og menntunar, skildi einhver úr fjölskyldunni nenna því, ég meina, annað en lögfræði.

  • asi!

    Ef vid eru litil mús, og okkur er kalt, og þá kemur stóra kusa ESB og drullar yfir okkur yl volgum skit, og litla músin er við það að drukna.

    En svo kemur hjálpin, og dregur litlu músina upp úr kúamýkjuni, en það er køtturinn Heimsýn.

    Sá sem gefur skit í okkur vill okkur ekki endilega alt vont, og sá sem dregur okkur upp úr skitnum vill okkur ekki endilega alt gott.

  • Já það brast strengur hjá mörgum Sjálfstæðismönnum, enda í fullkomnu ósamræmi við sterk félagasamtök sem flokkurinn er að koma fram við góðan part flokksins með þessum yfirgangi og yfirlæti.

    Ekki nóg með að það verði valtað yfir þá sem eru ekki í Heimssýnar fasista samtökunum, heldur höfum við ekkert um ákvarðanatökuna að segja heldur.

    Sjálfstæðisflokkurinn þurfti að teygja sig of langt til að styðja þetta glapræði, hann þurfti að skera á traust margra flokksmanna, annars krónískt kurteisir menn brigsla flokksforustuna um svik og flokkurinn þarf að svíkja raunverulegt kosningaloforð – og í kjánaskapnum sem raunverulega er búinn til af Framsóknarflokknum og afglapanum sem hann leiðir, þá tapar Sjálfstæðisflokkurinn.

    Það er óþolandi að leiðtogi Sjálfstæðisflokksins ætli að fórna framtíð flokksins til að þóknast ómerkilegum pólitískum hagsmunamálum Framsóknarflokksins.

    Það gengur ekki.

  • Takk fyrir athugasemdir — en forðumst bölv og ragn. ,,fasistar“ er fullmikið sagt um Heimssýn, þótt málflutningur sumra málsvara þeirra samtaka hafi blæ af áróðri öfgahægrihreyfinga.

  • Haukur Kristinsson

    „Fasismi er fullmikið sagt“ segir Mörður Árnason.

    Hér fyrir neðan eru ummæli eftir andlegan leiðtoga Heimssýnar sem og Evrópuvakta Styrmis og Ragnars Arnalds.

    En þess má geta að í dag er auglýst eftir fjöldamorðingjanum Janukowitsch.

    En gefum Heimssýns predikarnum Jóni Vali orðið:

    Uppreisn stjórnarandstæðinga í Úkraínu verður barin niður.

    Engin stjórnvöld geta liðið þvílíkt ofbeldi sem stjórnarandstæðingar í Úkraínu stunda nú. Þeir virðast ráðnir í að taka völdin, en mun ekki verða að þeirri ósk sinni. Uppreisnin verður trúlega barin niður á næstu dögum. 15 hafa fallið í kvöld, þrír fyrr í dag — og kannski enn fleiri, þegar þetta er ritað á 12. stundu.
    Evrópusambandið lætur skína í tennurnar, hótar stjórnvöldum refsiaðgerðum vegna þess hvernig þau hafa tekið á mótmælendum, en ekki yrði slík uppreisn liðin í Berlín, Brussel, París, Róm eða London, og engin ástæða er til að taka mark á rammhlutdrægu Evrópusambandinu í þessu máli — það stefnir nefnilega að innlimun Úkraínu.

  • Ef fyrri stjórn hefði verið virkilega verið sammála um að fara í ESB þann 16.07.2009 og sagt já þá væri málið komið í höfn.
    Forystumenn Samfylkingar voru andvígir þeirri tillögu áhrifamanna í Vinstri grænum að leggja bæri umsókn um ESB-aðild í atkvæðagreiðslu, þegar vinstristjórnin var í mótun 2009. Var forysta Samfylkingar jafnframt ekki tilbúin „til viðræðna um myndun ríkisstjórnar fyrr en ESB-umsókn væri í höfn“.
    Þetta kemur fram í bókinni Frá Hruni og Heim, minningabók Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi formanns VG, um síðustu ríkisstjórn.
    http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=41078

  • Mörður Árnason

    Og hvaða máli skiptir þetta, kæri Sigurjón? Samningaviðræðurnar töfðust, annarsvegar af ástæðum heima (minnihlutastjórn með köttum, ofsafengin stjórnarandstaða), hinsvegar vegna kreppu og makríldeilu. Ennþá hefði verið hægt að klára málið — með þjóðaratkvæðagreiðslu strax eða án — og fá þau samningsdrög sem dygðu til að taka ákvörðun. Þetta er nú verið að eyðileggja, líklega langt fram í tímann.

  • Sæll. Mörður ég er hinsvega á þeirri skoðun að þeir sem stjórni núna sjái að sér.

  • Jens Jónsson

    Mörður hefur þú einhverja ástæðu til að ætla að kaflinn um sjávarútvegsmál yrði opnaður á næstu 5 til 10 árum. Íslands kláraði sinn hluta af rýni vinnunni undir stjórn Jóns Bjarnasonar fyrir nokkrum árum, hefur þú einhverjar skýringar á því hvers vegna það er ekki byrjað að semja um þann kafla eða hina kaflana sem eitthvað þurfti að semja um

  • Jens, já, ég sé ekkert því til fyrirstöðu. Makríldeilan tafði fyrir undirbúningi viðræðnanna um sjávarútvegsmálin. Hún er að sönnu óleyst ennþá en þar eru Ísland og Evrópusambandið (les: Írar og Skotar) ekki lengur heklstu andstæðingar heldur stendur helst á Norðmönnum. Sjávarútvegsmálin og þættir sem þeim tengjast voru auglóslega síðasti hluti viðræðnanna í heild og þar réðust úrslitin. Nú veit enginn hvað út úr því hefði komið.

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Sæll Mörður!

    Þetta er frekar líkt og í „óraunverleikaþætti“.

    En að öllu gamni slepptu þá er þetta svo absúrd tilvera að ég er að mæta á minn fyrsta fund á morgunn með þér um utanríkismál hjá Samfylkingunni að ræða utanríkismál.

    Ef einhver hefði spurt mig fyrir 10 árum hvort væri líklegra að ég mætti á fund sem samfylkingarmaður eða að ég færi í kynskiptaaðgerð, þá hefði ég svarað því að fyrr myndi ég sjá menn frá Mars á jörðinni!

  • Guðbjörn — í guðanna bænum farðu til Mars eða taktu inn kvennhormóna frekar en að menga SF með þínu stóriðjublæti.

    Þú verður landlaus maður í SF og hinn gífurlegi pólitíski metnaður þinn verður fyrir skipbroti.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fjórum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur