Mánudagur 28.06.2010 - 22:24 - FB ummæli ()

Skynsamleg ákvörðun um afnám sumarlokana

heilsugaeslanHeilbrigðisráðherra, Álheiður Ingadóttir hefur ákveðið að síðdegismóttökur heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu skulu vera að einhverju leiti opnar í sumar þrátt fyrir að löngu hafi verið búið að ákveða lokun á þeim frá kl. 16 alla virka daga frá 15. júní sl. og fram til 15. ágúst. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Ég fagna þessari ákvörðun þar sem ég taldi fyrri ákvörðun um algera lokun hafa verið móðgun við heilsugæsluna eins og ég hef bent á hér á blogginu mínu. Fagleg sjónarmið voru látin víkja fyrir skammtímasjónarmiðum um sparnað og kostnaður hefði í alla staði orðið meiri þegar upp væri staðið. Vonandi verður heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu þannig samanburðarhæfari við heilsugæsluna úti á landi sem býður upp á meiri samfellu í þjónustunni en hér í mesta þéttbýlinu.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn