Heilbrigðisráðherra, Álheiður Ingadóttir hefur ákveðið að síðdegismóttökur heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu skulu vera að einhverju leiti opnar í sumar þrátt fyrir að löngu hafi verið búið að ákveða lokun á þeim frá kl. 16 alla virka daga frá 15. júní sl. og fram til 15. ágúst. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Ég fagna þessari ákvörðun þar sem ég taldi fyrri ákvörðun um algera lokun hafa verið móðgun við heilsugæsluna eins og ég hef bent á hér á blogginu mínu. Fagleg sjónarmið voru látin víkja fyrir skammtímasjónarmiðum um sparnað og kostnaður hefði í alla staði orðið meiri þegar upp væri staðið. Vonandi verður heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu þannig samanburðarhæfari við heilsugæsluna úti á landi sem býður upp á meiri samfellu í þjónustunni en hér í mesta þéttbýlinu.