Mánudagur 25.10.2010 - 15:11 - FB ummæli ()

Vantrú eða trú

Ég ætlaði upphaflega að blogga einhver góð hvatningarorð til kvenna í tilefni að deginum í dag en varð „kjaftstopp“ eftir að hafa heyrt úr predikun biskups, Hr. Karls Sigurbjörnssonar í gær og eftir að hafa séð viðtal við hann í fréttum á Stöð 2. Er maðurinn veruleikafyrtur eða er ég svona blindur að sjá ekki ljósið. Hver er í hlutverki páfans í dag og hver er í hlutverki Dante. Er við hæfi að reiða  svona hátt til höggs, næstum því eins og að slá fulltrúa almennings, „þeirra sanntrúuðu“ utan undir, í þeirri varnarstöðu sem biskupinn er í og Þjóðkirkjan öll, málstaðurinn klisjukenndur og  fordómafullur. Allt að  því hatursfullur. Kirkju sem hefur brugðist í tvennum skilningi.  Annars vegar sem stofnum sem átti að standa vörð um grunngildin og hófsemina í stað þess að taka þátt í hlaupinu kringum gullkálfinn. Nokkuð sem hefur komið okkur í þá stöðu sem við erum í dag, í andlegu sem veraldlegu gjaldþroti. Hitt er að gæta ekki að velsæmi og trúverðugleika á innri málefnum þjóðkirkjunnar.  

Miðað við hvað mikið hefur verð lagt í Þjóðkirkjuna okkar sem stofnun á liðinni öld er fallið í almenningsálitinu þeim mun meira. Hér er ekki átt við kristna trú sem slíka heldur aðeins trúverðugleika og heilindi kirkjunnar sjálfrar gagnvart almenningi. Hún getur ekki einu sinni tekist á í rökræðu um nútímalegar þarfir barnanna okkar. Rætt um kristaltæran sannleikann og ábyrgð. Á sama hátt og stjórnkerfið þarf allt af fara í gegnum hreinsunareld þessa daganna að þá þarf þjóðkirkjan ekki síður á þeirri hreingerningu á eigin sál að halda. Hún á að sjá sóma sinn í að vera lítillát, biðjast fyrirgefningar og reyna að byrja að vinna traust fólks aftur með því að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni í stað þess að loka sig af en brjótast síðan út með gífuryrði og allt að því menningarfyrirlitningu. Þetta á ekki síst við gagvart börnunum okkar sem við kappkostum að undirbúa sem best við getum fyrir framtíðina á viðsjárverðum tímum.

Upplýst samfélag og vel menntað er það þjóðfélag sem við stefnum að og mistök gærdagsins mega ekki endurtaka sig aftur. Við ætlum að reyna að læra af reynslunni og reyna að snúa neikvæðri reynslu á jákvæðan hátt eins og við frekast getum. Þjóðkirkan brást þegar við þörfnuðumst hennar mest. Nú viljum við valfrelsi og nýja kirkju með nútímalegum viðhorfum á gömlum rótum. Við viljum nálgast trúmálin eftir okkar eigin þörfum en ekki að hún sé á borð borin eins og hver önnur máltíð.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · kirkjan · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn