Miðvikudagur 26.01.2011 - 12:29 - FB ummæli ()

Nýtt alþingi

ÞingvellirEnn og aftur þurfum við að hugsa okkar gang og hugsa framtíðina upp á nýtt. Stjórnlagaþing sem ekki hefur umboð þjóðarinnar en valdalaust og þeir ekki öfundsverðir sem þar ættu að sitja. Æðsti dómstóll hefur kveðið skýrt upp sinn dóm eins og hann gerði upphaflega á Þingvöllum fyrir 1000 árum. Við þann dóm þýðir ekkert að deila frekar en þá.

Klaufaskapurinn hjá okkur ríður ekki við einteyming þessa daganna, þótt svo að við séum á réttri braut. Verkefni ríkisstjórnarinnar hafa enda verið yfirþyrmandi eins og við er að búsat í rústabjörgun og hætt við að kappið hlaupi aðeins með mann þegar mest á reynir. Það þýðir samt ekkert að gráta og láta hugfallast þegar markmiðin eru skýr. Það er einfaldlega ekki í okkar blóði. Nú þurfum við samt að staldra við og hugsa okkar gang. Nýtt stjórnlagaþing þarf að undirbúa vel og nú verður að gefa sér þann tíma sem þarf í nánu samstarfi við sjálfan löggjafann. Á meðan treystum við á réttkjörin stjórnvöld að gera eins vel og þau geta í landsmálunum og standa vaktina fyrir okkur fram að næstu kosningum.

Það sorglegasta af öllu er að sjá hvað hlakkar í þeim sem síst vilja neinar breytingar á stjórnarskránni. Þannig er það líka alltaf að sumir hlakka yfir óförum annarra, jafnvel þótt líf þjóðar hangi að veði. Sumir standa líka fyrst og fremst vörð um að auðlindirnar haldi  áfram að vera á fárra höndum. Hrunflokkarnir bíða þess eins að ná völdum aftur. Flokkar og stjórnmálamenn sem eiga erfitt með að horfa í eigin barm og ekki geta unnt þjóðinni að vinna eftir niðurstöðum þjóðfundanna nú eftir hrun. Hrun sem flestir eru sammála um að hefði aldrei gerst ef siðferði þjóðarinnar hefði verið þroskað og vel varið með betri stjórnarskrá. Að menn og konur hefðu jafnrétti og bræðralag að leiðarljósi í stað fyrirgreiðslupólitíkur og klíkuskaps. Smákóngaveldis sem að lokum varð okkur að falli.

Við viljum nýtt alþingi svo fljótt sem verða má. Nýja stjórnarskrá og öruggari framtíð í nýjum heimi þar sem við stöndum keik og stolt sem þjóð meðal þjóða. Við eigum söguna þótt við fórum út af sporinu á síðustu metrunum. Þótt við hrösuðum aftur nú rétt við lokatakmarkið í þessu hlaupi að þá tökum við bara þátt í því næsta og komum ennþá sterkari til leiks. Við viljum hafa áhrif á framtíð landsins og standa vörð um grunngildin sem okkur eru kærust en voru gleymd. Við viljum líka að þau standi meitluð í næstu stjórnarskrá.

Flokkar: Óflokkað · Dægurmál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn