Fimmtudagur 20.01.2011 - 13:55 - FB ummæli ()

Sjálfbær heilsa

Undanfarna daga hafa orkumál tengt sjálfbærri orkuþróun (sustainable development) verið mikið til umræðu. Katrín Júlíusdóttir iðnaðar- og orkumálaráðherra ætlar nú að leggja fram þingsályktunartillögu um orkuskipti í samgöngum með uppbyggingu græns hagkerfisins að leiðarljósi. Rafbílavæðing fyrst þjóða er raunhæfur möguleiki ef vilji stjórnvalda er fyrir hendi og myndi skipa okkur á fremsta bekk meðal iðntæknivæddra þjóða. Tækifæri sem er einstakt í sjálfu sér enda aðstæður hér einstakar tengt miklum möguleikum til skynsamlegri raforkunýtingar en hingað til og sem gæfi afkomendum okkar „forskot“ á okkur sjálf. Kynslóðum sem við skuldum svo mikið í dag. Erlend bílaframleiðslufyrirtæki sýna málunum nú mikinn áhuga svo útspilið er greinilega hjá stjórnvöldum.

Þegar höfum við sýnt mikið frumkvæði með skynsamlegri nýtingu vatnsvarma og lagningu hitaveitna hér á landi sem flestar aðrar þjóðir horfa til með öfund. En þrátt fyrir mikinn sparnað í olíukyndingu erum við miklir orkusóðar og eingin þjóð eyðir meiri orku á mann og hvergi er mengun lofts jafn mikil á hvern íbúa og hér á landi. Orkunotkun sem tengist  mikill olíunotkun skipaflotans og mikilli bílaeign landans. Mengunarmál tengt sorpbrennslu hefur síðan verið mikið til umræðu á síðustu dögum og þykir mörgum sem stjórnvöld hafi sofið illilega á verðinum, enn einu sinni. Þessi mengun ásamt oft mikilli svifryksmengun tengt miklum akstri í mesta þéttbýlinu er þegar mikið áhyggjuefni vegna áhrifa á heilsu fólks. Í dag erum við því greinilega ekki sjálfbær hvað orkumálin varðar, orku sem við eigum þó nóg af.

Segja má að ofnotkun sýklalyfja og varanleg áhrif á sýklaflóruna hér á landi með sýklalyfjaónæmum stofnum langt umfram það sem þekkist meðal nágranaþjóðanna sé að sama skapi ósjálfbær hegðun, að minnsta kosti hvað heilbrigðið varðar. Loftmengun og heilbrigðissóðaskapur eru þannig áberandi áminningar að við getum gert mikið betur gagnvart okkar nærumhverfi, á sama tíma og við njótum samt ótrúlegs forskots hvað varðar víðáttu landsins, jökla og vatna auk hafsins kringum landið og sem við náum sem betur fer ekki að koma höndum yfir að öllu leiti í dag.

Í nýlegri grein prófessors Jóhanns Ágústs Sigurðssonar sem hann nefndi „Hver er þinnar gæfu smiður“ og birt var í Fréttablaðinu 11.1. sl. vorum við minnt á að orsakir margra svokallaðra lífstílssjúkdóma í nútíma þjóðfélagi gætu átt rætur að rekja til fortíðar hvers og eins og aðstæðna sem einstaklingunum eru skapaðar í brigðulum heimi og hvað sé þá til hjálpar. Þegar síðan oflækningar og skortur á mannlegu innsæi leiðir til enn alvarlegri sjúkdóma, má sannarlega segja að við séum ekki sjálfbær að viðhalda góðri heilsu frá einni kynslóðar til annarrar. Þvert á móti er hætta á að heilsan versni og sem í vissum tilfellum telst til alvarlegustu heilsuógna framtíðar.

Viðtal  við mig um efnið í þættinum Heilshugar á Rás 1 22.07.2011

Flokkar: Óflokkað · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn