Föstudagur 11.02.2011 - 17:38 - FB ummæli ()

Græna ljósið

Í kvöldfréttum RÚV í gær var sagt frá nýju hitamælingatæki sem er mjög nákvæmt og segir til um hvenær kona á frjósemisaldri sé frjó. Talar konan sem vitnað var í að aðferðin sé 99.3% örugg og megi því eins nota í stað getnaðarvarnar þegar ljósið er rautt.

P-pillan er algengasta getnaðarvörnin á markaðnum í heiminum í dag og sennilega sú öruggast ef hún er notuð rétt. Sennilega má áætla að næstum hálft mannkyn noti þetta lyf einhvern tímann á ævinni þótt auðvitað aðrar getnaðarvarnir séu til, ekki síst smokkurinn sem jafnframt er nokkuð örugg smitvörn gegn algengustu kynsjúkdómunum. Löng reynsla er komin af lyfinu. Tegundir eru orðnar fjölmagar og ólíkar hvað hormónasamsetningu varðar en sem flestar koma í veg fyrir egglos. Yfirleitt telst lyfið öruggt m.t.t. alvarlegra aukaverkana. Helst ber þó að nefna meiri áhættu á blóðtappa, sérstaklega í sumum fjölskyldum ef ættarsaga er fyrir hendi. Eins ef konur eru mjög feitar. Minniháttar hliðarverkanir hafa hins vegar oft verið nefndar en sem takmarkar samt oft notagildi lyfjanna eins og viðmælandi hjá RÚV benti á m.a. skapbrestir, kynkuldi, þyngdaraukning en auk þess jafnvel hækkaður blóðþrýstingur. Eins í sumum tilvikum höfuðverkjakasta og þunglyndi. Allar hugsanlegar aukaverkanir eru hins vegar ekki að fullu ljósar og örugglega mismunandi eftir tegund pillu og styrkleika. Sumar aukaverkanir eru jafnvel æskilegar eins og áhrif á húðbólur (acnea).

Í mörgum tilvikum er p-pillan hins vegar notuð sem lækningalyf við einkennum eins og slæmri fyrirtíðarspennu og slæmum túrverkjum, sérstaklega hjá ungum stúlkum. Eins kemur p-pillan að miklu gagni í heilkennum tengt blöðrum á eggjastokkum (polycystic ovarial syndrome) og sem allt upp undir 5-10% ungra kvenna eru haldnar og lýsir sér m.a. í óreglu á blæðingum og óreglulegu egglosi. Ýmislegt annað getur einnig valdið óreglu á blæðingum og egglosi, ekki síst hjá ungum stúlkum, svo sem mikið þyngdartap, ofþjálfun í íþróttum auk ýmissa annarra sjúkdóma. Við þær aðstæður er augljóslega hætta á að gula ljósið logi oftar en æskilegt er og því æskilegra að p-pillan fái að stýra rauða ljósinu. En lyf er lyf og valið er kvennanna sjálfra og því má oft segja að meðalið helgi tilganginn, frekar en öfugt.

Þjóðfélagið gengur á ljósum, lögum og reglu. Umferðarljósin hjálpa okkur í umferðinni og gerir umferðina örugga. P-pillan hefur gefið konum mikið öryggi gagnvart ótímabærum þungunum og þannig mikið frelsi, þegar rauðu ljósin loga. P-pillan hefur auk þess sýnt sig vera eitt öruggasta lyfið á markaðnum en sem þarf engu að síður að umgangast sem lyf og að meta notkun með tilliti til þæginda og öryggis, í hverju einstöku tilviki fyrir sig. Fjölbreytni lyfjanna á markaði er auk þess mikil og flestar konur geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mælirinn góði er sennilega kærkomin viðbót í vissum tilvikum, ekki síst hjá aðeins eldri konum sem geta þá notað mælirinn í öðrum tilgangi, þ.e. þegar græna ljósið logar. Því má segja að í þeim tilvikum eigi ljósið frekar við en meðalið til að helga tilganginn.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn