Síðasti mánuður, mars 2011 hefur verið með afbrigðum viðburðarríkur. Helst ber að nefna fréttir af hörmungunum í Japan þar sem talið er að allt að 30.000 manns hafi farist og eignartjón þar gríðarlegt. Heimsfréttir sem snerta okkur bæði beint og óbeint. Kjarnorkuógn í ofanálag sem virðist engan enda ætla að taka og mikil óvissa á margan hátt um varanlegar afleiðingar fyrir jafnvel alla heimsbyggðina. Ekki síður auðvitað hvað varðar uppbyggingu þjóðfélagsins hjá góðum vinum okkar sem búa svo langt suður í höfum.
Söfnun til bágstaddra í Japan sem Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir mætti ganga betur. Ýmsir frumkvöðlar í japanskri list og tækni hafa þó minnt á sig og japanska menningu. Upp úr stendur stendur eins og svo oft áður einstaklingsframtakið. Í vikunni rann allur ágóði eins besta Sushi staðar okkar hér á landi, suZushii í Kringlunni óskiptur til Rauða krossins, heilar 600.000 kr þar sem starfsfólkið gaf líka vinnuna sína. Skorað var á aðra japanska veitingastaði að gera slíkt sama. Staði sem fær okkur til að hugsa um leið og við njótum eins af því besta sem við fáum. Þar sem hver biti er eins og lítill moli frá Japan. Önnur fyrirtæki, ekki síst þau sem tengjast Japan á einn eða annan hátt ættu að sýna frumkvæði með frumlegri söfnun í apríl.
Á sama tíma og hamfarirnar áttu sér stað stóð yfir mottumarsinn hjá okkur Íslendingum. Átak Krabbameinsfélags Íslands sem var góð áminning um að halda árveknini, okkur „til handa“, og safna fé til góðra hluta í baráttunni við krabbamein. Krabbamein sem hvergi verða algengari en í geislvirku umhverfi sem við Íslendingar erum svo rækilega minnt á og hvað við eigum gott og að geta treyst á sjálfbæra og endurnýtanlega orku. Þrjátíumilljónir söfnuðust til átaksins hér heima sem verður að teljast góður árangur. En miklu meira átak þarf fyrir alla þá sem eru í mesti áhættu í Japan. Krabbameinsátak á heimsvísu. Ég var að sumu leiti feginn að sleppt var að hafa sjónvarpsdagskrá tileinkað okkar litla átaki í ár. Aðrar hörmungar skyggðu svo mikið á, og nú síðast líka stríð í Líbíu sem við Íslendingar erum óbeinir þátttakendur að, hvað sem hver segir, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þar sem margir hafa látist og munu deyja og kveljast af okkar og annrra þjóða völdum.
Ég tók samt heilshugar þátt í mottumarsinum í ár. Ég keypti reyndar mína „einstöku mottu“, eina staka gólfmottu í Príusinn minn. Mottu sem var á 25% afslætti tileinkað mottumarsinum og að sjálfsögðu var hægt að fá staka mottu þar sem mig vantaði aðeins eina. Umhverfisvernd eru greinilega höfð að leiðarljósi hjá japanska framleiðandanum Toyota. Nokkuð sem önnur bifreiðarumboð mega taka sér til fyrirmyndar sem selja alltaf motturnar í pörum. Og þar kom enn eitt stigið fyrir vini mína í Japan.
Höldum áfram að marsera í apríl og söfnum meira fyrir Japan og sýnum betur vinahug okkar til japönsku þjóðarinnar.