Fimmtudagur 07.04.2011 - 23:10 - FB ummæli ()

Stöðumælasektin

Það fer þó aldrei svo að það verði afgangur á  IceSave uppgjörinu ef meira fæst við sölu fyrirtækja í Bretlandi svo sem Iceland Foods verslunarkeðjunnar. Fyrirtæki sem ber nafn okkar sem ætlar þegar allt kemur til alls e.t.v. að bjarga okkur úr snörunni. En það er verra ef búið verður að hengja sökudólginn þegar til uppgjörsins kemur þar sem samningaleiðinni var hafnað með dómi þjóðarinnar. Hagstæður dómur þjóðanna sem minni líkur eru á að verði en meiri, verður þá líka lítils virði þegar hann loks kemur. Klárum því málið strax með handarbandi eins og góðra manna er siður og njótum ávinningsins síðar.

Í versta falli verður greiðslan eins og stöðumælasekt fyrir að leggja vitlaust, sekt fyrir of hraðan akstur eða að hafa keyra á móti rauðu ljósi, miðað við allt sem á undan er gengið. Áminning að passa okkur betur næst. Að minnsta kosti fer maður ekki að þrasa við stöðumælavörðinn ef maður hefur lagt vitlaust. Maður borgar þegjandi og bítur á jaxlinn. Kostnaðurinn, ef maður borgar strax, er að minnsta kosti ekkert á við það sem hann getur orðið síðar. Samfélagsleg refsing fyrir að hafa brotið aðeins af sér. Sama á við þjóð meðal þjóða. Þegar að við vitum að við gerðum ekki alveg rétt eða sváfum á verðinum. Því segi ég hiklaust „já“ í þjóðaratkvæðisgreiðslunni á laugardaginn.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn