Sunnudagur 17.04.2011 - 23:44 - FB ummæli ()

Með storminn í fangið

Í gær gerði ég og konan mín tilraun með félögum okkar í Út og vestur að komast á topp Snæfellsjökuls. Eftir 4 tíma göngu játuðum við okkur sigruð í þetta sinn. Í 1200 metrum og þegar ekki sást lengur úr augum og aðeins rúmlega 200 metrar eftir, var upphaflegt takmark tilgangslaust. Ferðin var engu að síður stórkostleg og eftirminnileg. Að takast á við náttúruöflin í öllu sínu veldi á vormánuðum þegar sjálfur orkudrykkurinn frýs utan á bakpokanum. Þegar birtan er orðin svo sterk bak við stormskýin, en ennþá virðist vetur. Þegar hafið neitar að gefast upp og landið sjálft og jafnvel jöklarnir verða eins og fleyg á sjónum sem öllu ræður. Þegar brimið er jafn hvítt snjónum og sólstöfunum við sjóndeildarhringinn. Rétt áður en stormélin ganga yfir og allt verður alhvítt.

Það er mjög sérstakt að fá að upplifa þessa orku og kraft í náttúrunni. Hvernig élin strá hvítum lit á svarta klettana, skýin svo grá, snjórinn svo hvítur. Þegar sólin lætur rétt sjá sig eins og hún sé feimin og óvelkomin. Á stað sem sólin á bara heima þegar hún er velkomin. Á stað þar sem „takmarkið var ferðin sjálf en ekki toppurinn“.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Lífstíll · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn