Laugardagur 14.05.2011 - 10:07 - FB ummæli ()

Neftóbak og annað eitur

ÁTVR telur að framleiðslu og sölu á íslensku neftóbaki verði hætt í núverandi mynd ef frumvarp til laga um tóbaksvarnir verður samþykkt í óbreyttri mynd. Samkvæmt frumvarpinu verður bannað að flytja inn, framleiða og selja allt bragð- og lyktblandað reyklaust tóbak. Þessari frétt sem kom fram hjá RÚV í vikunni ber að fagna og vonandi nær frumvarpið fram að ganga sem fyrst.

Oft hef ég undrast þann tvískinningshátt að ríkið skuli selja tóbaksvörur sem öllum er óholt að neyta, bara mismunandi mikið. Munn- og neftóbak getur í vissum tilvikum verið hættulegra en tóbakið sem við reykjum. Hvernig er hægt að sitja beggja megin við borið, eitrað með sölu og líknað í senn? Hingað til hefur okkur verið umhugað um alla mengun. Þjóðfélagið reyndar farið á hvolf yfir hugsanlegri Díoxin-mengun á vissum svæðum í sveitum landsins og sem auðvitað í vissu magni getur líka valdið heilsuskaða. Í því sambandi hefur stjórnsýslan verið harðlega gagnrýnd hér á landi, ekki síst fyrir sofandihátt og yfirhylmingar endalaust, eins og fram kemur í ágætri forystugrein Fréttablaðsins í morgun. Sú mengun er þó lítil miðað við óbeinar tóbaksreykingar sem margir hafa orðið að búa við um árabil, en sem eru sem betur fer á undanhaldi vegna skilnings almennings.

Áður hef ég fjallað um skaðsemi reykinga og tóbaks og vísa ég til þeirrar umræðu varðandi skaðsemi á heilsuna. Sala á nef- og munntóbaki sem jafnvel veldur enn meiri fýkn en reyktóbakið er hins vegar að sækja í sig veðrið. Og ekki nóg með að ÁTVR selji varninginn, heldur framleiða þeir hann einnig. Hann er furðulegur þessi heimur, og hvað eru stjórnvöld að hugsa?

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn