Eins og aðrir höfuðborgarbúar hef ég litið mikið til austurhiminsins í dag. En í kvöld á kvöldgöngunni var ekki um að villast að „hann“ var kominn, Svarta öskuskýið frá Vatnajökli, rétt frá þeim stað sem ég heimsótti hann fyrir aðeins 2 vikum síðan. Nema hvað þá var allt hvítt og fallegt. Átti hann kannski eitthvað vantalað við mig. Enda eiga allir hlutir sér tvær hliðar, réttuna og rönguna. Sennilega vita það færri betur en við Íslendingar, þar sem öfgarnar geta verið svo yfirþyrmandi að maður efast eitt andartak.