Sunnudagur 22.05.2011 - 21:58 - FB ummæli ()

Rangan komin í heimsókn

Eins og aðrir höfuðborgarbúar hef ég litið mikið til austurhiminsins í dag. En í kvöld á kvöldgöngunni var ekki um að villast að „hann“ var kominn, Svarta öskuskýið frá Vatnajökli, rétt frá þeim stað sem ég heimsótti hann fyrir aðeins 2 vikum síðan. Nema hvað þá var allt hvítt og fallegt. Átti hann kannski eitthvað vantalað við mig. Enda eiga allir hlutir sér tvær hliðar, réttuna og rönguna. Sennilega vita það færri betur en við Íslendingar, þar sem öfgarnar geta verið svo yfirþyrmandi að maður efast eitt andartak.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Lífstíll · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn