Færslur fyrir maí, 2011

Mánudagur 16.05 2011 - 10:44

Háþrýstingur og hættumörk

Spennan er okkur í blóð borin, Íslendingum, hvernig ætti annað að vera. Blóðþrýstingur er okkur líka, eins og öllum öðrum, hjartans mál og afar mikilvægt að hann sé ávalt sem bestur. Í ólgu lífsins er spennan samt oft við suðumark og stundum sýður upp úr. Í lífsins leik getur spennan líka verið óbærileg, jafnvel bara […]

Laugardagur 14.05 2011 - 10:07

Neftóbak og annað eitur

ÁTVR telur að framleiðslu og sölu á íslensku neftóbaki verði hætt í núverandi mynd ef frumvarp til laga um tóbaksvarnir verður samþykkt í óbreyttri mynd. Samkvæmt frumvarpinu verður bannað að flytja inn, framleiða og selja allt bragð- og lyktblandað reyklaust tóbak. Þessari frétt sem kom fram hjá RÚV í vikunni ber að fagna og vonandi […]

Fimmtudagur 12.05 2011 - 17:34

Í boði jöklanna

Það þarf ekki stórglæsilega Hörpu til að geta notið. Hljómlistar, litadýrðar eða menningar yfirhöfuð, allt hvernig á það er litið. Jöklaævintýri er t.d. aðeins hluti þess sem íslensk náttúra sjálf býður upp á. Maður þarf aðeins að vera tilbúinn að þiggja, vera með, ganga, horfa og hlusta. Með erfiðari göngum sem ég hef farið á lífsleiðinni var ferð […]

Miðvikudagur 11.05 2011 - 13:27

Samfélagsleg ábyrgð á velferð barna á Íslandi

Nú eru skólunum að ljúka og sumarið framundan. Fyrir mörg börn er skólinn samt griðastaður frá erfiðleikum heima fyrir, ekki síst á tímum sem við nú lifum og fátækt víða ríkjandi á heimilum. Fyrir þeim börnum þarf nú að hugsa þótt henni Grýlu gömlu hafi oft verið hótað í gamla daga, ef börnin væru ekki nógu þæg […]

Föstudagur 06.05 2011 - 14:57

Góður dagur til að ganga á fjöll

Í dag er góður dagur þótt úti sé norðaustan nepja í höfuðborginni. Kalt á vangann en maður finnur samt að volgir straumar liggja í loftinu. Kjarasamningar ASI í höfn sem vonandi leggur grunninn að bjartari framtíð. Þrátt fyrir andstöðu sumra sem gera hvað sem er til að veikja ríkisstjórnina. Friður á vinnumarkaði er auðvitað algjör grundvöllur hagsældar í […]

Fimmtudagur 05.05 2011 - 23:16

Bílamenning og lágmenning

Tæplega 200.000 bílar til afnota fyrir rúmlega 300.000 manna þjóð, knúnir í 99,5% tilfella af fljótandi eldsneyti, bensíni og díselolíu eins og sjá má í frábærri skýringarmynd Fréttablaðsins í morgun. Einnig stór fiskveiði- og kaupskipafloti sem eyðir helmingi meira en bílaflotinn. Síðan flugfélögin sem eyða ógrynni af eldsneyti í hverri einustu flugferð til sólarlanda yfir […]

Mánudagur 02.05 2011 - 23:38

Maísól á Esjunni

Síðdegis fór ég með konunni í síðdegisgöngu á Esjuna. Á fyrsta sumardeginum, ef svo má segja. Í 17° hita og drottningin skartaði svo sannarlega sínu fegursta. Kórónan sjaldan fallegri og tignarlegi, svo hvít og stór en samt svo fínleg. Það var eins og hún gréti gleðitárum þar sem lækjasprænurnar fossuðu fram úr giljunum. Á toppnum […]

Sunnudagur 01.05 2011 - 23:56

Það sem ekki sést

Tölur og mælingar eru ágætar svo langt sem þær ná. Margt í daglega lífinu verður hins vegar ekki lagt á mælistiku, enda ósýnilegt. Vellíðan, vanlíðan, áhyggjur, hamingja, kvíði og verkir. Allt huglæg hugtök og aftstæð. Þögnin er heldur ekki mælanleg, kyrrð og ró sem okkur skortir oft sárlega í amstri lífsins, ekki síst þegar við […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn