Fimmtudagur 02.06.2011 - 17:56 - FB ummæli ()

Á uppstigningardag

Meðan fæturnir bera mig

Eiginlega veit ég varla hvort ég á að lýsa því sem mér býr í brjósti í dag, á sjálfan uppstigningardaginn. Mér líður skítt, altekin beinverkjum, fæturnir eins og blý og þarf að liggja í rúminu og bara vona að mér batni svo ég komist í vinnuna í fyrramálið. Umræðan hefur líka verið á neikvæðu nótum og á ýmsan hátt niðurdrepandi síðastliðna dag. Ekki laust við sjálfsvorkun og ég undrast að menn  skulu fyrir löngu vera búnir að gleyma náttúruhamförunum og dimma öskskýinu sem allt vitist ætla að kæfa fyrir aðeins tæplega 2 vikum síðan. Umræðan og mál málanna hjá flestum snýst líka um allt annað en ég vildi helst getað rætt um, en geri engu að síður eins og allir hinir. Þar sem brýtur endalaust á. Það sem á að banna með lögum eða leyfa, ósiði og munað, offitu og tannskemmdir, stjórnleysi og óhóf, fíkniefni og tóbaksreykingar, misnotkun og ógnir. Við Íslendingar virðumst líka vilja nota of mikið af öllu, sama hvar komið er niður og erum heimsmeistarar í allri neyslu. Nýjasta markmiðið er að slá sjálfum Svíum við, í munntóbaksnotkun. Nýtt viðmið og að einhverju að keppa! Við virðumst alltaf við sama heygarðhornið og verjum óbreytt ástand og frjálsræði með öllum ráðum. Jafnvel til með að fyrirgefa brotalömum í stjórnsýsluni og hræðumst jafnvel að fá nýtt fólk til að taka öðruvísi á málum.

Viðvaranir út um allt virðast ekki koma okkur við, nú frekar en fyrir hrun. Efnahagslegt hrun sem við almenningur landsins þurfum nú að takast á við, eins og alltaf á endanum. Hvernig væri að við myndum nú aðeins líta í kringum okkur og reyna að bjarga því sem þó bjargað verður. Heilsunni okkar og óspilltri náttúru sem við höfum ennþá nóg af, nema á okkur sjálfum, flórunni okkar og spikinu, tjörunni í lungunum okkar svo ekki sé tala um áfengis- og vímuefnavandann sem kostar þjóðfélagið „aðeins“ 80 milljarða á ári. Eins að taka kanski aðeins minna inn af ónauðsynlegum lyfjum og allskyns óþarfa fæðubótarefnum sem markaðsöflin ota sífellt að okkur. Skyndilausnanna og einbeita okkur þess í staðinn að láta okkur batna af „pestinni“ og það sem eigum eftir af heilsunni. Langtímalausnum og fræðast aðeins meira um okkur sjálf en etja sífellt kappi hvot við annað.

Við sem þjóð erum ennþá í mikilli andlegri krísu og sjáum ekki fram úr vandamálunum á flestum sviðum. Hvernig ætti annað að vera eftir að hafa vaðið villu og reyk í áratugi og misst af sjálfum okkur og því sem okkur er kærast. Rannsóknarskýrsla Alþingis náði því miður allt of stutt en sýndi að spilling ríkti víða og kerfið var uppbyggt fyrst og fremst til að viðhalda sjálfu sér í stað uppbyggilegrar framtíðarsýnar og til  að hleypa inn nýju íslensku blóði. Fólkinu af götunni og úr grasrótinni sem þekkir oft vel til mála. Við sem lítil þjóð þurfum svo sannarlega á hjálp að halda og finna samstöðuna. Það er ekki nóg að staglast í sífelldu á auðævum náttúrauðlindanna okkar sem við eigum síðan erfitt með að stjórna og skipta réttlátlega á milli okkar. Umræðan um Evrópusambandið á vonandi eftir að ýta við okkur svo um munar og að við þurfum heldur betur að fara að klára vorhreingerninguna hjá okkur áður en kalt sumarið verður liðið og aftur fer að dimma yfir þjóðarsálinni.

Hvernig væri nú, til tilbreytingar, að fara að tala meira um það sem er hollt og gott. Skemmtilegt og uppbyggilegt til lengri tíma litið. Að við förum að átta okkur hvað við erum heppin, þrátt fyrir allt að búa á landinu góða sem við eigum öll að geta fengið að njóta. Þó að það væri ekki nema til að unga fólkið hætti að hugsa um að flýja landið. Og hvernig væri að hugsa aðeins til ungu hjónanna sem ætla að hlaupa hringinn í kringum landið til styrktar krabbameinssjúkum börnum næstu vikurnar. Sýna samstöðu til styrktar ungum börnum og fjölskyldum þeirra sem hafa minna val en flest okkar hafa.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn