Fimmtudagur 09.06.2011 - 08:49 - FB ummæli ()

Gulu augun og lifrarbólgan

Í Læknadeildinni í gamla daga var manni kennt ýmislegt um sérstöðu heilsuþátta íslensku þjóðarinnar. Gul augu var manni kennt að væir helst tengt ungbarnagulu, stíflugulu eða einkenni bráðrar lifrarbólgu (hepatitits), oftast af meinlausari lifrarbólgu A í tímabundnum veikindum og fyrri matarsýkingu. Nú eru tímarnir hins vagar allt aðrir og vaxandi fjöldi sjúklinga fá króníska lifrarbólgu af öðrum gerðum og sem enda oft með lifrarbilun fyrir aldur fram og skorpulifur (chirrosis). Jafnframt sem er algengasta ástæða krabbameins í lifur, eitt alvarlegasta krabbamein sem hægt er að fá. Mjög alvarlegur langvinnur sjúkdómur líka en sem hefur verið sjaldgæf dánorsök hér á landi, ólíkt því sem þekkist hjá flestum öðrum vestrænum þjóðum.

Lítil áfengisneysla og lág tíðni lifrarbólgu B og C var þakkað lágri tíðni skorpulifur hér á árum áður og þótti líka bera vott um góðar forvarnir gegn þessum sjúkdómum. Eins lágri tíðni offitu og sykursýki. Nú er öldin sem sagt önnur og vaxandi sambland þessarra þátta, ásamt lyfjum og fæðurbótarefnum, stórhættuleg blanda sem ekki sér fyrir endann á. Á samt tíma og áfengisneyslan hefur meira en tvöfaldast, fíkinefnavandin margfaldast, offitan að slá öll Evrópumet og þúsundir Íslendinga ganga með smit lifrarbólgu C veirunnar.

Alkóhól-lifrarbólga er almennt talin algengasta ástæða lifrarbólgu eins og áður sagði og sem er í réttu hlutfalli við magn áfengis sem er neytt í þjóðfélaginu, ekki síst sídrykkju flesta daga. Vaxandi bjórdrykkja og neysla léttvína á síðustu árum er því verulegt áhyggjuefni, þótt ennþá getum við ekki talist meðal mestu drykkjuþjóðum veraldar. Og auðvitað ber að fagna breyttu drykkjumynstri landans þar sem slysum og ofbeldisverkum tengt ölvun hefur ekki fjölgað í takt við aukna neyslu heildarmagns áfengis og sem nú nálgast að vera að meðaltali um 8 alkóhóllítrar á ári fyrir alla 15 ára og eldri. Nóg er nú vandmálið samt enda hafa um 7% fullorðinna lagst inn á Vog til áfengis- og vímuefnameðferðar.

En hætturnar eru víða. Lifrabólga B sem smitast með blóðhlutum og jafnvel skordýrabiti er ekki algeng ástæða langvinnar lifrarbólgu hér á landi eins og víða erlendis, sem betur fer, en er þó vaxandi vandamál meðal heilbrigðisstarfsfólks. Lifrarbólga C er hins vegar miklu algengari og sem sækir sífellt í sig veðrið hér á landi, þar sem vel á annað þúsund einstaklingar hafa nú smitast. Fyrst og fremst er smitið bundið við sprautufíkla sem smitast hafa aðallega af nálarhlutum sem ganga á milli í þeim hóp. Lifrarbólga sem er hvað síst auðvelt að meðhöndla eða halda niðri og sem að lokum endar oft með lifrarbilun og skorpulifur. Þriðja ástæðan sem talin er eiga þátt í vaxandi tíðni fitulifur og sem verður ekki síður áhyggjuefni í framtíðinni hér á landi, ef fram fer sem horfir, er vaxandi ofþyngd þjóðarinnar og vaxandi tíðni fullorðinssýkursýki af týpu 2 eins og áður sagði.

Áður sköpuðum við okkur sérstöðu miðað við vínmenningarþjóðir þar sem áfengi var haft daglega um hönd, þrátt fyrir slæma drykkjusiði að mörgu leiti. Á tímabili var talað um að þrátt fyrir allt væri e.t.v. bara hollara að skella í sig um helgar en sötra léttvín daglega. Þá værum við að minnsta kosti laus við skorpulifrina, sem er eitt algengasta dánarmein vínþjóðanna. En Adam var ekki lengi í paradís. Í stað þess að láta af helgarsiðum okkar, bættum við bara við okkur bjórinn og léttvínið. Hálft til eitt glas af léttvíni á dag átti svo sem ekki að vera svo óhollt og jafnvel hollt hvað æðasjúkdómana varðar. Nýjar rannsóknir benda hins vegar á að öll áfengisneysla getur verið varasöm, líka lítil, ekki síst er varðar hættu á myndun krabbameina, sérstaklega meðal kvenna. En hvað var það sem fór úr böndunum hjá okkur? Sennilega svipað og í öllu öðru, óhófið.

Í dag hélt Sigurður Ólafsson lyf- og lifrarlæknir fræðsluerindi um fitulifur og skorpulifur á Alþjóðlegri ráðstefnu um vímuefnafíkn og alvarlegar afleiðingar á vegum SÁÁ samtakanna . Erindi Sigurðar var mjög athyglisvert og kom eins og köld vatnsgusa á okkur í íslenska heilbrigðiskerfinu. Nýr toppur á stórum ísjaka þar sem vandamálin er mörg fyrir, meðferðin afskaplega dýr og flókin á alla kanta. Þar sem enn og aftur kemur til með að reyna meira á grunnheilsugæslunna, félagsráðgjöf og sálfræðihjálp og enn meiri ástæða að standa betur að forvörnum hverskonar. Að sögn Sigurðar má rekja aukningu á krónískri lifrabólgu í fyrsta lagi til almennt aukinnar áfengisneyslu, í öðru lagi til afleiðingar lifrabólgu C sem aðallega hefur breiðst út meðal sprautufíkla og í þriðja lagi til aukinnar offitu og sykursýki. Árið 2010 greindust yfir 40 nýir sjúklingar með skorpulifur sem var margfalt fleiri en við höfum átt að venjast áður. Gulum augum í íslensku samfélagi.

Viðvörun vegna lifrarbólgu C.

http://mbl.is/frettir/erlent/2011/07/28/vidvorun_vegna_lifrarbolgu_c/

http://visir.is/vilja-alheimsastak-gegn-lifrarbolgu-/article/2011110729046

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn