Þriðjudagur 30.08.2011 - 11:26 - FB ummæli ()

Súkkulaðið, líka allra meina bót!

Vísindin ríða ekki við einteyming þessa daganna og daglega birtast niðurstöður um gagnsemi áður forboðinna hluta til bættrar heilsu. Ef heilinn bilar ekki og líkamleg heilsa leyfir viljum við flest lifa sem lengst og njóta alls þess sem lifið eitt hefur upp á að bjóða. Hljómar ekki illa. Smá saman er nú heildarmyndin að skýrast og púsluspilið að ganga upp. Hvað við þurfum að gera til að njóta lífsins betur og sneiða hjá mörgum sjúkdómum sem annars myndu herja á okkur, eins og skipstjórar á fallegum seglskútum í skerjagarði á sumardegi.

Í síðustu færslu var látið liggja að því að einn eða tveir kæmi skapinu í lag og minnkaði líkur á heilabilun. Eins hækkaði það góða kólesterólið og ynni gegn þróun kransæðasjúkdóma. Gallinn varðandi áfengið fólst helst í hættunni á að við kynnum okkur ekki hóf og á aðeins auknum líkum á að fá viss krabbamein. Áður hafði ég fjallað um gagnsemi kaffidrykkju fyrir heilsuna og sem minnkaði líkur á ákveðnum krabbameinum svo og neysla á ýmsum afoxandi efnum sem forðaði frumunum okkar frá oxun, þránun og öldrun. Hreyfing og gott mataræði almennt, ekki síst neysla á fiski og omega 3 fitusýrum ásamt grænmeti og ávöxtum myndar þó heildarumgjörðina af skútusiglingunni góðu. Reglusemi og tóbaksleysi ekki síður. En nú er rúsínan í pysluendanum að súkkulaðið sé líka gott fyrir hjartað og heilann. Hvað er hægt að biðja um mikið meira.

Hið virta læknatímarit BMJ birti í gær grein þar sem teknar voru saman niðurstöður fyrri rannsókna (metaanalysa) sem gerðar höfðu verið á gangsemi neyslu súkkulaðis í hinum ýmsu formum gegn áhættunni á að fá hjartasjúkdóma og heilablóðföll. Í stuttu máli leiddi þessi athugun í ljós og þar sem teknar voru saman niðurstöður 7 stærstu rannsóknanna sem gerðar höfðu verið um efnið að áhættan á að fá hjartasjúkdóma lækkaði marktækt um heil 37% (RR 0.63 95% CI 0.44-0.90) og að fá heilablóðföll um 29% (RR 0.71 95% CI 0.52-0.98). Nánar má lesa greinina hér og umfjöllun um hana á Medscape í gær.

Það besta sem við líklega gerum í framtíðinni er þannig að fara í góðan göngutúr daglega, borða góða og holla fæðu, helst  sem mest af fiski ásamt  grænmeti og ávöxtum. Drekka kaffi í hófi og fá okkur léttvín eða bjór með matnum á kvöldin og síðan kaffi og súkkulaði á eftir. Ráðleggingar sem slá við kúrnum hans Sigmundar með vísindalegum rökum. Verði ykkur að góðu.

Það er erfiðara að sanna það góða en slæma

http://www.medscape.com/viewarticle/748688

http://www.bmj.com/content/341/bmj.c4229.full

http://www.independent.co.uk/life-style/health-and-families/work-less-and-eat-more-chocolate-say-heart-experts-2346047.html

http://www.nhs.uk/news/2011/08August/Pages/chocolate-heart-protection.aspx

http://www.dailymail.co.uk/health/article-2031283/Its-official–chocolate-IS-good-health-Treats-cut-heart-disease-diabetes-stroke-risk.html

http://news.sky.com/home/uk-news/article/16058687

http://www.telegraph.co.uk/health/healthnews/8729306/Chocolate-cuts-heart-risk-by-a-third.html

http://www.cbc.ca/news/health/story/2011/08/29/chocolate-heart-health.html

http://www.medscape.org/viewarticle/749142?src=cmemp

http://www.ruv.is/frett/enn-af-hollustu-sukkuladis

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Lífstíll

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn