Miðvikudagur 07.09.2011 - 17:03 - FB ummæli ()

Umferðarhraðinn og slysin

Margir látast árlega í umferðarslysum hér á landi auk þess sem hundruðir slasast alvarlega, oft af því einhver fór óvarlega eða sýndi af sér vítavert gáleysi. Þar sem hraðinn var of mikill miðað við aðstæður. Á einu augnabliki breyttust þannig aðstæður þúsunda manna og sem eiga um sárt að binda. Margar fjölskyldur í landinu, nánir vinir og samstarfsfélagar fórnarlamba umferðarslysanna þekkja þá sögu vel.

Fólksbílinn er stundum kallaður þarfasti þjónninn í nútíma þjóðfélagi og sem hefur leyst gamlan vininn, íslenska hestinn af hólmi. Metnaður er síðan fyrir sífellt kraftmeiri bíla sem eiga líka að vera öruggari við verri aðstæður og meiri hraða. Skriðvörn, bremsuvörn svo eitthvað sé nefnt auk líknarbelgjanna góðu. En bíllinn getur sannarlega verið manns versti óvinur, ef ekki er farið varlega og hann misnotaður. Þar sem lögmálið um fallþyngd hundraðfaldast alltaf með hraðanum sem ekið er á.

Tölvuleikir eru sýndarveruleiki sem ganga oft líka út á sem mesta hraða. Eftirvæntingin hlýtur því að vera mikil þegar út í raunveruleikann er komið og bílprófið er í höfn hjá yngstu ökumönnunum. Að endurtaka leikina í raunverulegu umhverfi. Þar sem reynsluleysi, kæruleysi og sýndarmennskan verður hættuleg blanda í öflugum bíl. Þeir sem eldri eru vilja því miður oft einnig vera “með í leiknum”. Og þótt hæfnin til akstur sé ef til vill meiri, er pirringur og óþolinmæðin oft meiri. Reynslan kemur að litlum notum þegar stórir sénsar eru teknir. Þar sem fegurð umhverfisins er raunveruleg, en skilyrðin á veginum djöfulleg.

Sumir segja að slys séu bara ákveðin líkindi að óheppni. Að sumu leiti satt en oftar ekki, sérstaklega þegar umferðarslysin eiga í hlut og sem að í flestum tilvikum má koma í veg fyrir. Ekki síst alvarlegustu slysin þar sem hinn slasaði “var jafnvel í rétti”. Þau forðumst við best með því að keyra hægar og sýna aðgát og kurteisi. Og láta ekki náungann koma okkur sífellt úr jafnvægi, jafnvel þótt hann skori okkur á hólm, í kappakstur á stálhestinum sínum.

Áhrifaríkustu verkefni lögreglunnar og Umferðarstofu er að tryggja eins og hægt er umferðaröryggi vegfarenda og halda umferðarhraðanum ávalt niðri. Þakka má fyrst og fremst þeim þann stóra ávinning sem náðst hefur hér á landi, þrátt fyrir allt, að fækka alvarlegustu umferðarslysunum umtalsvert. Á götum borgarinnar ekkert síður en úti á þjóðvegunum þar sem hárfín brotin lína sker samt sem áður allt of oft á milli lífs og dauða.

Eftir nokkra áratuga starf á Slysa- og bráðamóttöku ætti maður að vera kominn með þykkan skráp. En sárin eru misalvarleg og víst er að sárin úr alvarlegustu bílslysunum eru ekki nein smásár. Það eina sem aldrei venst í starfinu. Ef aðstæður hefðu verið aðrar þegar mestu máli skipti í lífi fórnarlambanna. Jafnvel þegar lífið var rétta að byrja og tíminn framundan virtist svo óendanlega langur og bjartur. Ekkert er jafn ömurlegt en að sjá hvað hvað eitt andartak í fávisku getur skipt miklu máli, í lifandi lífi. Síðan er það sorgin og margir hugsa sinn gang, en því miður í allt of stuttan tíma. (endurbirting á grein í Fréttablaðinu í morgun)

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn