Mánudagur 17.10.2011 - 12:13 - FB ummæli ()

Vinur í neyð

Um helgina kom til mín lítil veik stúlka á Læknavaktina með all sérstakt snuð sem á var áföst tuskubrúða svipuð þeirri sem sést á myndinni til hliðar og sem hún gat jafnframt haldið utan um, sér til halds og trausts.

Það er líka alltaf erfitt að segja skilið við snuðið þegar þar að kemur auk þess sem það vill oft týnast. Síður ef barnið á annan vin því nátengdu sem passar upp það og huggar jafnvel í staðinn. Nokkuð sem barnalækni nokkrum hugkvæmdist að finna lausn á og markaðssetja.

Um er að ræða margverðlaunaða ameríska gæðavöru sem hægt er að panta á netinu og sem er vel þess virði fyrir ungbarnaforeldra að skoða. Snuðið sjálft er gert úr góðu mjúku siliconi í mismunandi útfærslum og sem hægt er að smella af. Auk þess er auðvelt er að þrífa það, jafnvel skella því í  uppþvottavélina. Ekki veitir af til að geta sinnt sýkingavörnum barna betur en við gerum í dag.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn