Sunnudagur 23.10.2011 - 06:55 - FB ummæli ()

Þorskalifrin og hunang norðursins

lysiSeint verður sagt að hunangið drjúpi af hverju strái hér á landi um þessar mundir. Þó má segja að annað hunang, gullið og fljótandi en sem við viljum ekki sjá, fari forgörðum í stórum stíl í hafið þaðan sem það spratt upp. Líka eitt af því nauðsynlegasta til að við gátum lifað heilbrigðu lífi um aldir við erfiðar aðstæður. D-vítamínið og sem er okkur jafn mikilvægt og sólin er nausynlegt öllu lífi á jörðinni. Nokkuð sem skýrt getur ýmislegt sem misfarist hefur í okkar heilbrigðismálum á undanförnum árum og kostar svo lítið.

Sólin er enda lítil hér norðurslóðum, ekki síst þar sem við búum og hún er oft varla lítið meira en smá sýnishorn og ljósgeisli. Nokkuð sem við bara litum framhjá eins og sumum öðrum einföldum staðreyndum lífsins. Líka fæðu sem unga fólkið fór að líta sem ógeðslega í samanburði við allan skyndimatinn sem við buðum þeim, innmat úr dýrum og fiski þar sem mesta D-vítamínið er að finna. Ekki síst í lifrinni. Sem við gátum líka bætt okkur upp upp í fljótandi formi með lýsi með öllum ómega fiskifitusýrunum sem er okkur líka nauðsynlegt  til mótvægis við kólesterólið sem stundum storknar nánast í æðum okkar. Við sváfum heldur betur á verðinum. ..Vanda branda nú skal högg á hendi detta.

Í dag vantar helming Íslendinga D-vítamínið tilfinnalega, eins og umræður síðastliðna daga bera vel með sér. Vítamín sem er ekkert síður hormón en bætiefni fyrir okkur sem ekki höfum sólina. Lífsnauðsynlegt fyrir alla starfemi líkamans. Ekki bara fyrir beinin svo þau endist okkur til gamals aldurs, heldur líka til að þau bogni ekki hjá börnum og brotni ekki af minnsta tilefni hjá fullorðnum. Líka til að við fáum síður vöðva- og taugahrörnunarsjúkdóma, alvarlegar sýkingar og sjúkdóma í ónæmiskerfið. Gegn sleni og slappleika, jafnvel þunglyndi og kranbbameinum. Vítamín sem hjálpar okkur líka að halda blóðþrýstingnum og blóðsykrinum niðri. Allt hlutir sem nú loks fá athygli sem ber.

Nú verða vonandi kaflaskil í heilsuverndinni. Látum umræðuna okkur að kenningu verða. Hættum að henda lifrinni og slóginu úr fiskinum okkar í sjóinn. Dýrmætri afurð sem við eigum að vera stolt af að hafa nóg af. Förum að nýta hana betur sem íslenskt lýsi. Okkar dýrmætu afurð með öllum ómega fitusýrunum og A og D-vítamíninu. Vítamínbætum síðan lýsið eins og við þörfnumst. Pössum alltaf upp á D-vítamínið í framtíðinni, ekki síst fyrir unga fólkið.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn