Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 1993 tileinkað þriðja sunnudag nóvembermánaðar minningu fórnarlamba umferðarslysa. Að því tilefni vill starfshópur innanríkisráðuneytisins um aðgerðir í umferðaröryggismálum hvetja landsmenn til að taka þátt í einnar mínútu þögn klukkan 11:00 í dag, sunnudaginn 20. nóvember.
Alls látast um 20 einstaklingar í umferðarslysum á ári, á Íslandi. Flestir í blóma lífsins. Margfallt fleiri slasast og bíða þess aldrei bætur.
Sumir segja að slys séu bara ákveðin líkindi að óheppni. Að sumu leiti satt en oftar ekki, sérstaklega þegar umferðarslysin eiga í hlut og sem að í flestum tilvikum má koma í veg fyrir. Ekki síst alvarlegustu slysin þar sem hinn slasaði “var jafnvel í rétti”. Þau forðumst við best með því að keyra hægar og sýna aðgát og kurteisi.
„Ef aðstæður hefðu verið aðrar þegar mestu máli skipti í lífi fórnarlambanna. Jafnvel þegar lífið var rétta að byrja og tíminn framundan virtist svo óendanlega langur og bjartur. Ekkert er jafn ömurlegt en að sjá hvað hvað eitt andartak .. getur skipt miklu máli, í lifandi lífi.“
http://blog.eyjan.is/vilhjalmurari/2011/09/07/umferdarhradinn-og-slysin/