Niðurstöður athyglisverðar dansk/amerískrar rannsóknar eru nú birtar í nýjasta hefti vísindatímarits amerísku læknasamtakanna, JAMA, sem fjallar um samband algengs iðnaðarefnis sem notað er til að minnka viðloðun á heimilistækjum hverskonar og í pakningum ýmissa tilbúinna matvara og mótefnasvara barna við bólusetningu gegn barnaveiki og stífkrampa. Efnið er í flokki svokallaðra fluorcarbonefna (Perfluorinated compounds (PFC)) og finnast t.d. í teflonhúð stálpanna, innan á pizzukössum og í umbúðum örbylgjupopps og annarra skyndibita. Efni sem eiga ekkert skylt við iðnaðarsaltið „illræmda“ en sem mesta athyglina hefur þó fengið að undanförnu og sem er sennilega miklu saklausara.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna beint samband við magn þessara PFC-efna í blóði barna og mótefna barna gegn algengustu bólusetningum barna. Rannsóknin var gerð á um 700 börnum frændþjóðar okkar Færeyinga, svo málið er okkur skyldar fyrir vikið enda neysluvenjur svipaðar. Mælt var magn PFC við fæðingu og sem móðir hafði þá verið útsett fyrir á meðgöngunni, og svo við 5 ára og 7 ára aldur barnanna. Rannsakendur telja nauðsynlegt að bólusetja börnin með lélegustu mótefnasvörunina upp á nýtt, auk þess sem þeir vilja kanna tengsl við léga svörun gegn öðrum bólusetningum barna. Lesa má um fréttina og horfa á vef TV2, DK .
Sjálfsagt er því að vera ávalt vel vakandi fyrir hvað við borðum og hvernig við eldum matinn okkar, ekki síst fyrir börnin okkar litlu.
Aðrir tenglar í gær og í dag:
http://www.foxnews.com/health/2012/01/25/pfc-chemicals-tied-to-immune-problems-in-kids/
http://tucsoncitizen.com/usa-today-news/2012/01/24/pfc-exposure-may-limit-vaccines/
http://minnesota.publicradio.org/display/web/2012/01/26/pfc-study/
http://www.nature.com/news/manufacturing-chemicals-may-damage-the-immune-system-1.9877