Þriðjudagur 21.08.2012 - 11:04 - FB ummæli ()

Varúð, háþrýstingur!

Vegna umræðunnar um vægt hækkaðan blóðþrýsting og hvar meðferðamörkin nákvæmlega liggja og fram kom í viðtali við Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor við Heimilislæknisfræði HÍ í Fréttablaðinu í gær, vil ég fá að leggja nokkur orð í belg og vísa jafnframt í ársgamlan  pistil minn um efnið, Háþrýstingur og hættumörk. Rétt er samt að benda strax á, að ekki er ástæða fyrir nokkurn mann að hætta á blóðþrýstingsmeðferð sem hann er á fyrir, og sem haldið hefur blóðþrýstingnum niðri. Frekar að ræða meðferðina almennt við lækninn sinn við næsta tækifæri. Því allur háþrýstingur skiptir máli, líka þótt hann sé ekki mjög hár og umdeilt sé nú hvar nákvæmlega meðferðamörkin liggja. Eins hvernig hann er mældur, hæ. eða vi. megin, heima og að heiman. Eins reyndar í heilbrigðiskerfinu sjálfu þar sem víða kraumar undir niðri og oft er óljóst hvar mörkin liggja.

Sennilega verður nú meira rætt um í framtíðinni hvenær tímabært er að grípa til lyfjameðferðar við vægum háþrýsting hjá mönnum án annrra einkenna um hjarta- og æðasjúkdóma og áður en lífstílsbreyting hefur verið reynd þar sem það á við. Til að ná sem ásættanlegastum árangri til lengri tíma litið. Þegar lægri mörkin liggja á bilinu 90-99 mmHg og/eða efri mörkin á bilinu 140-159 og ítarlegustu rannsóknirnar sýna að ávinningur lyfjameðferðar er takmarkaður. A.m.k. þegar til skemmri tíma litið og sem niðurstöðurnar ná yfir (5 ár). Hvað sem samt öllum lágmörkum líður varðandi gagnsemi hugsanlegrar lyfjameðferðar, er sjálfsagt að leggja enn meir upp úr ráðleggingum um heilbrigðari lífsstíl og sem örugglega mun gagnast flestum. Þegar þyngdin er of mikil og töluvert vantar upp á daglega hreyfingu.

http://visir.is/lyf-ekki-alltaf-besti-kostur-gegn-of-haum-blodthrystingi-/article/2012120829986

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2011/05/16/hathrystingur-og-haettumork/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2011/09/02/erfidara-ad-sanna-thad-goda-en-slaema/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn