Laugardagur 27.10.2012 - 11:04 - FB ummæli ()

Þar sem vítamínið vantar..

Litið yfir höfuðborgarsvæðið í lok október 2012 (mynd vaa)Seint verður sagt að hunangið drjúpi af hverju strái hér á landi um þessar mundir. Ekkert síður í heilsugæslunni sjálfri og þangað sem þeir veikustu leita oft ráða. Þó má segja að nóg sé af öðru hunangi, gullnu og seigfljótandi sem kemur úr hafinu okkar, en sem því miður fer oft forgörðum eða við náum ekki að njóta sem skyldi. Í heilsugæslu höfuðborgarinnar má líka segja að þekkingin í heilbrigðisvísindunum sé illa nýtt. Með vaxandi tapi á mannauði í stað ávöxtunar. Þar sem nálgast mætti upplýsingar um það nauðsynlegasta sem okkur mest vantar og kemur jafnvel í stað sólar. Meðal annars til að fyrirbyggja sjálfa hörgulsjúkdómana og d-vítamínskort og ég ætla nú að taka til umræðu í þessu samhengi, til mótvægis við flókna umræðu um hátæknivísindin og stjórnmálin sem fæstir skilja.

Ofneysla hefur viðgengist hér á landi á mörgum sviðum og sem oft hefur verið til umfjöllunar hér á blogginu. Þegar peningarnir eru illa nýttir í allskonar óþarfa neyslu, sem kostar síðan þjóðfélagið sjálft enn meira síðar. Lýsandi dæmi um það þegar sparnaður á einu sviði og skilningsleysi á grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins getur aukið heilbrigðiskostnaðinn á öðrum dýrari sviðum síðar. Ísköld steinsteypa, gler og stál um víðan völl leysir heldur ekki þennan vanda. Jafnvel þótt byggingar standi uppi miklu lengur en gisin bein heilsugæslunnar og sem löngu eru farin að bogna og brotna. Á tímum sem framfarirnar byggjast ekki endilega á tækninýjungum í læknisfræði og innleiðingu nýrra lyfja, heldur að fara betur með það sem við höfum og bæta vinnubrögðin eins og alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar gera ráð fyrir. Reynslunni í stað endalausra bráðalausna eftir á.

Hunang hafsins sprettur í raun upp af sjálfu sér ásamt öðrum nátttúruauðlindum við erum svo rík af. Hreinu vatni og hágæða landbúnaðarvörum. En oft erum við hins vegar of gráðug og förum illa með það sem við eigum. Í gegnum aldirnar og sem nátttúran sjálf kenndi okkur að nýta til að við kæmust af. Til dæmis þorsklifur sem nútímasjómaðurinn hefur til skamms tíma hent í sjóinn. Slógið úr þorskinum var með því nauðsynlega í okkar lífsbjög á tímum þegar aðstæður voru miklu erfiðari en þær eru í dag. Þar sem D-vítamínið fannst í mestu magni og sem er okkur mikilvægt þar sem sólin er ekki alltaf til staðar. Skorturinn á þessu einfalda efni og skilningsleysi á hollri fæðu almennt í seinni tíð getur hins vegar skýrt ýmislegt sem hefur misfarist í okkar heilbrigði í dag. Mál sem voru mikið rædd á síðastliðnum vetri, en sem gott er að rifja upp nú þegar sólin er farin að halla og afköst heilsugæslunnar er hallmæld af heilbrigðisyfirvöldum sem aldrei fyrr og hún sökuð um slappleika og leti. Þar sem vantar reyndar forsendurnar fyrir öflugra starfi hér á höfuðborgarsvæðinu og mikla vítamíninngjöf áður en sjúklingurinn verður það máttlaus að honum verði aðeins bjargað á bráðadeild eða sjúkrahúsi.

Upphaflegar hugsanir um d-vítamínið kveiknuðu reyndar hjá mér að vetri til á Slysa- og bráðamóttökunni fyrir nokkrum árum vegna allra hálkuslysanna og sem sérstaklega beindust að lélegri beinheilsu eldri kvenna á freðinni jörð sem þangað leituðu. Í dag er ég enn sannfærðari um nauðsyn d-vítamíns fyrir alla. Konur og karla, fóstur í móðurkviði og öll börn. Nauðsynlega þörf sem að mörgu leiti getur komið í stað sólargeislanna og kostar svo lítið. Vítamín og ómega fitusúrur sem snýr að flestum þáttum heilsunnar og er skilyrði fyrir allri vellíðan, andlega sem líkamlega. Líka til að við getum verið betur í stakk búin að takast á við álag daglegs lífs og alla kvillana sem á okkur herja. Í skugga myrkurs og þar sem angistin nagar beinin í endalausu krepputali. Þar sem stjórnsýslan lokar á bloggið mitt á daginn.

D-vítamínumræðan var líka mál málanna í heilsugæslunni sl. vetur og aldrei hafa óskir um d-vítamínmælingu í blóði verið algengari. Í heimi þar sem minna er talað um pólitík og deilur í fjármálaheiminum, en því meira um tilvist heilsugæslunnar og stefnumörkun í heilbrigðismálum. Því öll viljum við geta lifað góðu lífi eins lengi og kostur er og þegar dægurumræðan er löngu um garð gengin og gleymd. Þar sem andlega heilsan er ekkert minna mikilvæg en sú líkamlega og best að parið eigi alltaf samleið, alla tíð. Allt þar til andinn yfirgefur efnið eins og sagt er. Frá vöggu til grafar, í ungbarnaheilsuverndinni og að lokum í heilsuvernd aldraðra. Í litlum heimi þar sem reynt er að vinna af veikum mætti þverfaglega að flestum málum, oftast í sátt og samlyndi. Heimur sem jafnvel heilbrigðisyfirvöld reynist oft erfitt að skilja, jafnvel þótt sjá megi að standi nú á brauðfótum.

Ráðlögð viðmiðunarmörk af d-vítamíni í blóði voru hækkuð fyrir ári síðan, en fyrir vantaði helming Íslendinga vítamínið í kroppinn. Ekki síst yngsta fólkið þar sem alvarlegur skortur hefur mælst jafnvel hjá tugprósentum. Jafnvel eru dæmi um að ekkert d-vítamín hafi mælist í blóði barna og sem fengið hafa krampa. Á landi þar sem fæst ungmenni taka inn lýsi nú orðið eða borða nóg af fiski. En hvernig væri að hækka nú líka viðmiðunargildin á „eðlilegri“ heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og styrkja heilsugæsluna það mikið að hún geti sinnt hlutverk sínu sem skyldi. Eins að byggja grunnþjónustuna frá réttum enda, neðan frá en ekki af ofan. En nánar um hinn raunverulega d-vítamínskort hjá okkur mannfólkinu og ráðlagða dagskammta sem lífgar getur upp á daginn í mesta skammdeginu ásamt öðrum klínískum leiðbeiningum og ráðleggingum í næstu færslum. Oft það einfaldasta af öllu, en sem vefst samt fyrir okkur sumum. Sem skýrir svo margt sem miður fer í okkar þjóðfélagi, ekki síst í stjón heilbrigðismála nú og sem ekki kemur fram í Samfylkingarfjölmiðlum. (sjá famhald í næsta pistli ..og getur ráðið miklu um ávísun lyfja).

 http://www.laeknabladid.is/tolublod/2012/06/nr/4549 , Grein Þórarins Ingólfssonar formanns Félags íslenskra heimilislækna (FÍH) í Læknablaðinu.

http://www.ruv.is/frett/litil-nylidun-i-heimilislaekningum

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn