Föstudagur 21.12.2012 - 09:06 - FB ummæli ()

Jólapakkinn, út og vestur

Horft í norðvestur frá Mosfellsbæ (mynd vaa desember 2012)

Um jól hugsar maður oft langt og til ferðalaganna á árinu sem er að líða. Eins allra ferðanna sem maður á enn eftir að fara, óloknum köflum í lífinu. Í jólastressinu er líka fátt betra en hugsa til sveitasælunnar og nálægðar við fjöllin. Halla sér jafnvel upp að þeim, horfa á bleiku jólaskýin fyrir vestan og láta sig dreyma.

Þegar vanda á valið við að finna góða jólagjöf, getur ferðapakki um landið svo sannarlega verið góð hugmynd. Eina slíka pakkaferð fór ég fyrir nokkrum árum og sem er mér alltaf jafn ógleymanleg.

Vel heppnuð ferð skapast með góðri leiðsögn um framandi staði og helst í sæmilegu veðri. Hughrifin sem skapast síðan af tilfinningum sem náttúran ein getur kallað fram í góðum félagsskap, því enginn er eyland. Hughrif sem síðan endast oft ævilangt, og hægt er að kalla þau fram aftur og aftur, dag eftir dag, þegar maður vill og þegar maður þarf. Með vaxandi aldri og þroska finnur maður hvað hver einstaklingur er lítill í náttúrunni, en samt svo stór. Hvað hann getur samsvarað sér vel með náttúrunni, á réttum stað og á réttri stundu, eins og hann hafi alltaf átt þar heima. Ef til vill þarf lífið að hafa verið aðeins erfitt á köflum til að við getum notið alls skalans. Sár lífsreynsla eða saga rifjast oft upp en endurspeglast í andhverfu sinni, fegurðinni sem ró og tenging við náttúruna ein getur skapað. Þannig fær hún útrás og nýja merkingu eins og í ævintýrunum. Þá sögu er hægt að segja aftur og aftur.“

Út og vestur er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í styttri og lengri ferðum og ég mæli tvímælalaust með. Aðallega ferðir um vesturland, oft á sögufrægar slóðir. Þar sem stundum eru sameinaðir ólíkir ferðamátar, fjallgöngur, hjólreiðar og jafnvel siglingar. Næsta sumar verð ég með þeim í för á hjóli um nágrannasveitirnar mínar. Sennilega einn skemmtilegasti jólapakkinn í ár að mínu mati og þegar maður fer að hlakka mest til sumarsins strax á jólunum.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Lífstíll · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn