Sunnudagur 23.12.2012 - 09:05 - FB ummæli ()

Jólabörnin á Drangsnesi

Krakkarnir á Drangsnesi (smella á mynd til að spila)

Fá myndbönd hafa slegið jafn rækilega í gegn um þessi jól og jólalagið, Jólin eru að koma, í flutningi krakkanna í barnaskólanum á Drangsnesi. Sannkölluð jólabörnin í ár. Börnin sem ég ætla að passa vel eins og aðra íbúa á Ströndum þessi jól og ef einhver verður alvarlega veikur.

Strax og maður er kominn norður á Strandir, skynjar maður vel einstaka nýja nálægð við tímann, í nútíð, fortíð og framtíð, allt í senn, og sem kemur svo vel fram í myndbandinu (smella á mynd), sem reyndar er auglýsing kostuð af Vodafone. Myndband sem hefði aldrei orðið til nema fyrir vasklega framgöngu kennara barnanna í upphafi, þeirra Bjarna Kristjánssonar (Borko) og Birnu Hjaltadóttur, svo og með mikilli vinsemd íbúanna sem mættu flestir á jólatónleikana í félagsheimilinu.

Drangsnes, um gerð myndbandsins hér að ofan (smella á mynd til að spila)

 

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Menning og listir

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn