Mánudagur 24.12.2012 - 14:30 - FB ummæli ()

Jólin mín á Ströndum

 

Aftur held ég jólin mín á Ströndum. Nú einn fjarri ástvinum og fjölskyldu. Samt umlukinn ástsælu landinu mínu, hafinu og fjöllunum sem eru klædd sínu fegursta eftir snjóhretið í nótt. Á stað þar sem öll ljós virðast jólaljós í myrkrinu, jafnvel blikkandi ljósið í vitanum hér á Hólmavík. Hjá vinum mínum til margra ára og sem svo gott er heim að sækja þótt langt líði á milli „vitjana“. Á stað þar tíminn stendur eins og í stað, ró og friður alltaf alls staðar og maður hefur nógan tíma að hugsa um þá sem standa manni næst. Ekki síst fallegu og góðu barnanna minna, tengdabarna og barnabarna.

Á tækniöld og tímum framfara á svo mörgum sviðum, fjarlægjumst við allt of mikið hvort annað. Skype jól engu að síður í þetta sinn í stofunni minni heima hjá konunni minni, dætrum, tengdasona og barnabörnum sem nýkomin eru frá Svíþjóð og ég fæ síðan til mín eftir nokkra daga. Eða hjá syni mínum, tengdadóttur og barnabörnum í Danmörku sem ég fæ að hitta eftir nokkrar vikur. Því bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, jólaóskin mín í ár. Jólasólin boðar síðan lengri daga og meiri birtu. Vonandi líka meiri samveru fyrir allar fjölskyldur á nýju ári.

GLEÐILEG JÓL

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn