Þriðjudagur 07.05.2013 - 17:20 - FB ummæli ()

Vafasamt að draga miklar ályktanir um að svefntruflanir valdi blöðruhálskirtilskrabbameini

Stór hluti karlmanna eru komnir með byrjandi breytingar blöðruhálskirtilskrabbameins eftir 60 ára aldur. Svefntruflanir eru mjög algengar hjá fullorðnu fólki (>30%) og yfir 10 % taka svefnlyf reglulega. Krabbamein á mismunandi stigum getur skert lífsgæði, jafnvel löngu áður en þau greinast.

Í nýrri íslenskri rannsókn Láru G. Sigurðardóttur og félaga sem er birt í nýjasta hefti í Cancer Epidemiol Biomarkers Prev, vísindatímariti bandarísku krabbameinssamtakanna og sagt var frá á RÚV í hádeginu, er dregin sú ályktun að svefntruflanir geti orsakað blöðruhálskirtilskrabbamein. Rannsóknin nær til 135 karla 67  til 96 ára með greint blöðruhálskirtilskrabbamein yfir 5 ára tímabili 2002-2006 af um 2.100 mönnum sem spurðir voru um svefntruflanir.

Að mínu mati segir rannsóknin lítið um beint orsakasamband svefntruflana og krabbameins og sem er byrjað að þróast oft meira en áratug áður en það loks greinist. Að það sé ákveðin fylgni á milli í krabbameins og svefntruflana er hins vegar ekkert óeðlilegt og kemur margt til. Krabbamein í blöðruhálskirtli geta valdið ýmiskonar óljósum einkennum og óþægindum, öðrum en bara næturþvaglátum og sem eingöngu var reynt að útloka sem marktækan áhrifaþátt á fylgnina. Öryggisvikmörkin á fylgninni í rannsókn Láru og félaga með 5% skekkjumörkum lágu annars frá allt engri áhættu til þrefaldrar áhættu.

Hugsanlegt hlutverk melatonins, svefnhormónsins, sem vernd gegn þróun krabbameina almennt er engu að síður áhugavert rannsóknarefni og sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. Venjuleg svefnlyf eru að minnsta kosti ekki líkleg til að verjast þessum vanda.

http://www.ruv.is/frett/svefnleysi-eykur-likurnar-a-krabbameini

http://cebp.aacrjournals.org/content/22/5/872.abstract

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2013/04/12/vakna-thu-nu-thjod-min/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2012/02/25/karlaheilsan-og-skynsemin/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn