Fimmtudagur 15.08.2013 - 16:54 - FB ummæli ()

Neyðarþjónustan, þegar lífið sjálft er í húfi

n_hgc5h1h175_large

TF- LÍF

Eins og ég hef gert grein fyrir svo oft áður, að þá er heilsugæslan mikið frábrugðin því sem hún var áður þegar menn til sveita urðu að bjarga sér og sínum út að mörkum lífs og dauða. Þegar mikið lá við voru mörg ráðin allt of dýru verði keypt og var svo langt fram á síðustu öld. Í landi þar sem bjó fámenn þjóð. Ekki síst sem treysti á sjávarútveg í dreifbýlu landi. Undanafarna áratugi hafa miðin, landsbyggðin og höfuðborgarsvæðið allt, fyrst og fremst treyst á Landspítalann og örugga sjúkraflutninga þegar alvarleg slys eða sjúkdóma ber að höndum. Framfarir í heilbrigðisöryggi víða á landsbyggðinni hefur þannig fyrst og fremst náð til öflugra sjúkraflutninga, bæði með sjúkrabílum og bættum samgöngum á landi svo og til sjúkraflugsins, ekki síst með þyrlum Landhelgisgæslunnar þegar mest liggur við.

Læknishjálp í héraði í dag nærst fyrst og fremst til fyrstu hjálpar auk grunnheilsugæslunnar. Því er afar mikilvægt að hægt sé að treysta á góða og örugga sjúkraflutninga við allskonar skilyrði sem fyrst, þar sem hægt að treysta á þekkingu bráðalækna sem jafnframt gefa ráð gegnum síma. Undanfarin ár hefur sjúkrahúsþjónusta og fæðingahjálp víða út á landi verið skert eða alveg lögð niður. Álagið á sjúkraflutninga langar leiðir, þeim mun meira, jafnvel þannig að sjúkrabílar í héraði eru nær daglega í sjúkraflutningum hverskonar landshornanna á milli. Þetta höfum við verið rækilega minnt á sl. daga, þar sem sem mörg alvarleg umferðaróhöpp hafa verið á vegum landsins og sjúkraflutningar m.a. flugleiðis, verið margir til höfuðborgarinnar. Síðan eru það auðvitað læknishjálp og sjúkraflutningarn á miðinn, þangað sem enginn vegur liggur og alfarið verður að treysta á þyrluna.

Það var afskaplega umdeild ákvörðun árið 2008 þegar læknar voru teknir af neyðarbílnum á höfuðborgarsvæðinu og margir sem mótmæltu ákvörðuninni sem glöggt þekktu til málanna, m.a. undirritaður. Ungu læknarnir sem höfðu sinntu neyðarbílnum voru þar að auki margir að hluta í starfsþjálfun, til að geta sinnt læknishlutverkinu betur, m.a. úti á landi síðar og eins á þyrlunni. Eins til að kenna öðrum ungum læknum og jafnvel þeim sem eldri voru, auk sjúkraflutningsmönnum, grunnhandbrögðin á vettvangi. Lykilmenn á réttum stað sem einnig gögnuðust daglega á gólfi Slysadeildar. Eftir þessa ákvörðun varð mikil afturför í menntun unglækna í bráðalækningum. Nú á að ganga enn lengra og leggja niður sjálfa bráðalæknisþjónustuna í sjúkraþyrlunum. Hversu langt á að ganga og eyðileggja alveg þjónustu sem svo langan tíma hefur verið að byggja upp á Íslandi. Jafnvel nauðsynlega neyðarþjónustu þegar lífið sjálft liggur við. Góðir sjúkraflutningsmenn eftir bráðanámskeið, leysa ekki nema takmarkað þann vanda.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2008/01/15/harðorðir-læknar-ibuar-motmæli-skertri-þjonustu-sjukrabila/

http://www.laeknabladid.is/tolublod/2012/03/nr/4473

http://www.ruv.is/frett/ottast-ad-serthekking-glatist

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn