Miðvikudagur 16.04.2014 - 16:47 - FB ummæli ()

Tóbakið i borgunum, Eir II

tobakidÞað er nokkuð áhugavert að bera saman umræðuna í dag og fyrir rúmlega hundrað árum þegar ekki var enn vitað um skaðsemi tóbaksreyks á sjálf lungun. Lungnateppuna og krabbamein, auk auðvitað áhrifa á sjálft blóðrásarkerfið og æðakölkunina sem síðar átti etir að koma betur í ljós. Helstu langtímaáhrifa tóbaksreyks á heilsuna. Enn samt var af nógu að taka varðandi heilsuspillandi áhrif tóbaks og íslenski ruddinn (neftófakið sem notað er mest í vörina) hefur aftur verið í mikilli sókn á síðustu árum eins og þá, og litlu betri, enda sama uppskift notuð að beðni Áfengis- og tóbaksverslunar Ríkisins (ÁTVT) og ég hef skrifað um áður. En lítum á hvað stóð í alþýðuritinu Eir fyrir rúmlega öld síðan, heilsugæslu þess tíma.

„Það fer ákaflega mikið í vöxt, að unglingar reykja tóbak, einkum á þetta sér stað í kaupstöðum, og það er enginn efi á því, að þessi háskalegi ósiður smá saman berst til sveitanna, og er þegar ef til vill víða kominn á þar. Í tóbaki er mjög megnt eitur (nikótín), sem hefir sérstaklega mikil áhrif á alt taugakerfið, og því veikbygðara sem taugakerfið er, því meiri áhrif hefir tóbakið á það og því skiljanlegt, að unglingnum, sem er að þroskast, er mjög skaðlegt að brúka tóbak; unglingurinn má ekki ætla sér sama og hinn fullorðni; þótt sá, sem er full-þroskaður, þoli að reykja í hófi, án þess að verða meint við, þá er alt öðru málai að gegna með unglinginn, hann stór-skemmir heilsu sína á því.

Það er ekki lítið, sem hingað flytst til lands af vindlum, sígarettum og reyktóbaki, og má óhætt fullyrða, að það er alt af betra taginu. Almentt er álitið að sígarettur séu einna óhollastar, eigi að eins vegna að tóbakið í þeim er oft af versta tagi, heldur og af því að utan um þær er pappír, sem brennur jafnframt tóbakinu. Stuttar pípur eru mjög óhollar.

Það er í sannleika ófögur sjón, að sjá strákhnokka reykja og spilla heilsu sinni; það er lítið betra en að drekka. Drykkjumaðurinn rennir spiritusinum niður, hinn nikótíninu, því það berst niður í maga með munnvatninu. Foreldrar og vandamenn ættu því með engu móti að leyfa unglingum að brúka tóbakaf hverju tagi sem er, sízt að reykja eða taka upp í sig; heilinn og alt taugakerfið veikist, ólag kemmst á meltinguna, heilsan smábilar og það síðar meir oftast ekki hægt að bæta úr því, og þá er illa farið.

Bæjarstjórinn í Chikago hefir nýlega lögleitt, að sérhver sá, sem verzlar með sígarettur, skuli greiða 100 dollara í bæjarsjóð á ári hverju. Enginn má versla með sígarettur nema að minnsta kosti í 200 feta fjarlægð frá skóla, og enginn má verzla með sígarettur nema að heilbrigðisnefnd hafi rannsakað efnið í þeim, svo vissa sé fyrir því, að ekki sé ópíum, morfín og önnur eiturefni í þeim, að viðlagðri 50-200 dollara sekt.“

(pistillinn áður birtur á DV blogginu 15.4.2014)

 (Tilvitnun, Dr. J. Jónassen, læknir, úr tímaritinu Eir, tímariti handa alþýðu um heilbrigðismál, 1899)

http://www.dv.is/blogg/vilhjalmur-ari/2013/12/2/islenski-ruddinn-og-sjalfur-pafinn/

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Lífstíll

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn