Mánudagur 29.09.2014 - 15:23 - FB ummæli ()

Alzheimer, ótímabæri vágesturinn í flestum fjölskyldum.

Alzheimers-Disease-thinkstock-181156970-617x416Nú er heldur betur farið að hvessa, enda haustið löngu komið. Alzheimer heilahrörnunarsjúkdómurinn er hins vegar mjög alvarlegur sjúkdómur sem veldur ótimabærri heilabilun hjá fólki, oft á besta aldri (frá um 50 ára) og er sá sjúkdómur sem flestir hræðast hvað mest í nútíma samfélagi. Á Íslandi er sjúkdómurinn 3. algengastur meðal OECD ríkjanna í dag og sem um 20% einstaklingar á aldrinum 65-74 ára greinast með. Oftar hjá háöldruðum með vaxandi öldrun þjóðarinnar.

Því miður vitum við ekki enn hvað ræður mestu um upphaf Alzheimer sjúkdómsins. Við vitum þó að hann er að hluta ætttengdur, eins og svo oft á við um marga alvarlega sjúkdóma, nátengt umhverfinu, lifnaðarháttum og ytra áreiti á genatjáningu. Hann tengist þannig lífsstílssjúkdómunum sem á okkur herja, offitu og sykursýki. Ef til vill meira við Íslendinga en aðra þar sem þeir eru meðal feitustu þjóða heims.

Alzheimer sjúkdómurinn kallar fljótt á miklar áhyggjur aðstandenda, þörf á aukinni umönnun við þann sjúka, sem og heilbrigðisyfirvöldum síðar með miklum kostnaði tengt langtímavistun á dagdeildum og hjúkrunarheimilum. Mikilvægast er fyrir alla aðstandendur að glöggva sig á fyrstu einkennum sjúkdómsins í tíma til að geta brugðist sem best við og sem er tilefni skrifanna. Á ekki ósvipaðann hátt og þegar varað er við óveðri eða gosóróa og sem fjölmiðlarnir sýna alltaf mestann áhugann á.

Með snemmgreiningu og auknum skilningi aðstandenda og atvinnurekenda má létta að einhverju leiti áhyggjunum vegna geðrænna einkenna sem fram geta komið í hægum framgangi sjúkdómsins í byrjun og sníða síðan kröfurnar eftir getu. Einkenni sem annars geta leitt til misgreiningar og sjálfsheldu óöryggis, spennu og einangrunar. Lyfin í dag sem seinkað geta aðeins framgangi sjúkdómsins og minnistapinu um nokkur ár (sjá hér fyrir neðan) virka best ef þeim er beitt í tíma og bæta þá einstaklingnum jafnvel nokkur mjög dýrmæt ár í vinnu og sem annars væru glötuð og möguleikans á að njóta lífsins aðeins lengur.

siglaVonandi styttist í að einhver varanlegri lækning finnist og sem hægt væri að beita í tíma, jafnvel í fyrirbyggjandi tilgangi og áhættan er mikil. Snemmkomin læknisfræðileg greining er nú t.d. möguleg með heilalínuriti sem m.a. byggist á íslensku hugviti  og rannsóknum um árabil (SIGLA- MentisCura). Síðar þegar einkennin eru orðin alvarlegri með sálfræðiprófum og ísatópamyndgreiningu af sjálfum heilanum. Því fyrr sem við veitum fyrstu einkennum sjúkdómsins hins vegar athygli og sem oft tengist vægum truflunum á skammtímaminni, breyttu skapferli og minni matarlyst, því betur erum við í stakk búin að takast á við framganginn og meðferðina síðar. Hér er tenging á nokkur góð ráð sem má  hafa í huga til að bæta snemmgreiningu á heilabilun.

Vitað er að próteinefnið beta amyloid eykst í heila Alzheimer´s sjúklinga. Þetta prótein drepur taugafrumur, en lyfin sem eru mest notuð í dag, (acetylcholinesterase inhibitors), hjálpa aðeins til við að örva taugaboðefnaflutning þeirra fruma sem eftir lifa. Sama getur átt við önnur efni sem örva heilastarfsemina að vissu marki eins og lyfið memantine og jafnvel nikótín. Allt önnur efni eins og metýlenblátt (methylthioninium chloride) hefur í mörg ár verið rannsakað sem hugsanlegt lyf, enda talið getað hindra upptöku frumna á beta amyloid próteinunum sem þátt eiga í hrörnuninni

Við vitum líka að vitræn örvun á heilann, góð samskipti, félagslegt öryggi, hollt mataræði ásamt góðri hreyfingu, skiptir mestu máli af því sem við á annað borð fáum einhverju ráðið um. Að reyna að tryggja heildræna heilsu á tækniöld.  Aðrir meðferðarmöguleikar tengjast framförum í ónæmis- og taugalæknisfræðinni og nýjum lyfjum í framtíðinni.

Náttúrujurtaefnið kúrkúmín (curcumin sem einnig gengur undir heitinu turmeric) og kallað hefur verið á íslensku gullinrótarlitur, hefur lengi verið rannsakað sem hugsanlegt lyf gegn ýmsum sjúkdómum, m.a. Alzheimer-elliglöpum og krabbameinum. Kúrkúmín hefur verið vel þekkt um aldir sem öflugt náttúrulyf og sem ég skrifað m.a. um í grein sem ég kallaði „Brunavarnir okkar og ljósefnin góðu„. Efnið finnst í rót kryddjurtarinnar gurkmeja (gullinrót). Kúrkúmín (túrmerik) er mikið notað í karrýblöndur hverskonar og sem gefur karrýinu auk góðra bragðeiginleika, sinn fallega gula lit.

Sænsk rannsókn sem greint var frá fyrir þremur árum, gekk m.a. út á að kanna áhrif efnisins kúrkúmíns á taugavef bananaflugna sem fá oft taugasjúkdóm og sem líkist að sumu leiti þeim hrörnunarbreytingum og sjást í Alzheimer´s taugasjúkdómi okkar mannanna. Sjúkar flugur sem fengu kúrkúmín, lifðu í 75% tilfella lengur og viðhéldu hreyfanleika sínum mikið betur. Ný rannsók sem birt var í síðasta mánuði sýnir svo aftur betri vöxt taugafruma í rottum eftir inntöku á kúrkúmín.

Yfirlitsrannsókn sem birtist í vísindatímaritinu, Neuropsychiatric Disease and Treatment fyrir 3 árum, sýndi að lítil en dagleg drykkja áfengis til lengri tíma virtist líka minnka líkur á heilabilun og skerðingu á vitrænni getu. Niðurstöðurnar sýndu minnkaðar líkur á að fá Alzheimers sjúkdóminn og aðrar heilabilanir um 23%. Rannsóknin náði til niðurstaðna 143 fyrri rannsókna sem gerðar höfðu verið á áhrifum áfengis á heilann og sem samsvarað neyslu undir 2 glösum á dag (< 20 gr. af hreinum vínanda) hjá körlum og einu glasi á dag (<10 gr.) hjá konum. Hugsanlega gæti áfengi þannig í takmörkuðu magni og sem einnig hefur sýnt hefur verið fram á í dýratilraunum, undirbúið taugafrumur betur með “passlegu áreiti og stressi“, gegn annars konar áhrifum og álagi á heilann síðar. Jafnvel gegn áhrifum efna eða vírusa sem skaðað geta taugafrumur og sem þátt geta átt í framgangi Alzheimer´s sjúkdóms. Hins vegar er vitað að dagleg neysla áfengis, jafnvel í litlu mæli, getur aukið áhættu á vissum krabbameinum eins og brjóstakrabbameini kvenna, sem og öðrum sjúkdómum svo sem lifrarbólgu og skorpulifur og sem rétt er að hafa í huga í þessu sambandi.

Sl. vetur voru til umfjöllunar í fjölmiðlum rannsóknir sem bentu til að B vítamín í stærri skömmtum gæti m.a. átt hlutverk í að hægja framþróun sjúkdómsins á byrjunarstigi. Háir skammtar geta hins vegar einnig leitt til hættulegra aukaverkana.

Að lokum er rétt að minnast á þá góðu þjónustu sem alvarlega heilabilaðir þó fá á dvalar- og sjúkrastofnunum víða um landið. Minnismóttaka á Landspítala, Landakoti gegnir veigamiklu hlutverki í frumgreiningu og meðferð. Sama á reyndar við um alla öldrunarþjónustu og heimahjúkrun aldraða. Þar sem reynt er að gera líf fólks bærilegt og eins manneskjulegt og hægt er allt til lífsloka. Biðtími eftir vistun getur þó stundum verið langur og mikil ábyrgð er oft lögð á aðstandendur að standa vaktina á meðan. Skilningur á vandamálum tengt Alzheimer sjúkdómnum, eins og öðrum alvarlegum ótímabærum hrörnunarsjúkdómum, er þá hvað mikilvægastur fyrir þjóðfélagið allt, og sem þarf þá að standa vaktina með að bæta heilbrigðiskerfið okkar.

 

http://stemcellres.com/content/5/4/100

http://www.expressen.se/halsoliv/ny-svensk-metod-kan-hjalpa-demenssjuka/

http://journalstar.com/niche/star-city-health/medical/early-detection-is-important-know-the-warning-signs-of-alzheimer/article_58c6890a-890c-5107-bbe2-c1a69829cb73.html

http://www.mentiscura.is/baett-greining-a-alzheimerssjukdomnum/

http://mentiscura.endor.is/wp-content/uploads/2014/05/frettatiminn_19_okt_2012_.pdf

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn