Laugardagur 01.11.2014 - 13:30 - FB ummæli ()

Ekki lengur velkominn

ulfarsfell

Síðasta myndin af útsýnisstaðnum góða á Úlfarsfelli fyrir rúmlega viku og sem er nú afgirtur

Umhverfisfrekja er nýtt hugtak, þar sem aðilar yfirtaka og hefta aðgang almennings að náttúruperlum, oft hægt og bítandi. Slík frekja á sér nú stað á fjalli allra höfuðborgabúa í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Á toppnum á besta og fallegasta útsýnisstaðnum yfir sjálfa borgina og nærsveitir, og lokaáfanga uppáhalds gönguleiðar minnar oft í viku.  Þar sem afar fallegt er um að litast og fallegar klappir að ganga á. En þar sem getur líka gustað kröftuglega á veturna.

skurinnHægt og rólega er verið að skemma fjallið okkar og hefta aðgang okkar að því. Flestir muna eftir jarðraskinu fyrir um tveimur árum þegar fjallið var sundurskorið fyrir lagningu jarðstrengja. Fyrir allmörgum árum var sett upp lítið saklaust mastur og reistur lítill díselskúr sem reyndar getur veitt gott skjól undir veggjunum í verstu veðrunum. Síðar komu stærri og stærri möstur. Nú er hins vegar verið að reisa um 500 fm2 mannhelda girðingu umhverfis kofann og möstrin, á besta og fallegasta staðnum. Stað sem ég hef tekið hundruð mynda sl ár. Þar sem nú eru mannvirki sem sannarlega bjóða mann ekki lengur velkomminn. Já Vodafone, Reykjavikurborg og sjálfur heilsubærinn, Mosfellsbær. Hvað getum við gert til að bæta umgengni og umhverfið á fjallinu okkar?

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn